Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 63
VIÐTflL EFNflHAGSMÁL ur og rauða strikið Rauða strikið er mál málanna í dag og verður um miðjan maí þegar útreikningar Hagstofunnar á neysluverðsvísitölunni verða birtir og í Ijós kemur hvort vísitalan heldursig réttu megin við strikið eða skýst upp fyrirþað. Rósmundur Guðnason, deildarstjóri hjá Hagstofunni, er maðurinn á rauða strikinu, maðurinn sem reiknar út vísitöluna. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Olafsson Rauða strikið hefur vakið þjóðarathygli undanfarna mánuði og misseri og um miðjan maí kemur svarið við því hvort rauða strikið heldur eða hvort kjarasamningar verða teknir upp. Þeir eru efalaust margir sem spyija sig þeirrar spurningar hvað þetta rauða strik sé eiginlega og hvernig það sé búið til því að ekki liggur það beinlínis í augum uppi. Til að upplýsa strax um þetta blessaða rauða strik er rétt að taka fram að þetta er strik, sem samtök atvinnulífs og launafólks drógu með sérstöku samkomulagi í desember sl. og miðast við að halda verðbólg- unni í skefjum. Neysluverðsvísitalan er mælikvarði, nokkurs konar hitamælir, á verðbreytingar í landinu. Miðað er við að neysluverðsvísitalan fari ekki upp fyrir 222,5 stig og það hefur verið eitt aðal umræðuefni manna á meðal síðustu mánuði. Um miðjan mars var vísitalan 221,8 stig og 221,9 stig um miðjan apríl. Það munar því litlu. Vísitölustigið, sem allt snýst um, verður svo birt 14. maí og þá kemur endanlega í ljós hvernig fer með kjarasamninga landsmanna. Matvara, húsnæði og bíll Það er vösk sveit fjögurra starfs- manna á vísitöludeild Hagstofunnar sem stendur að vísitölu- útreikningunum og er það Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar, sem stýrir vísitöluvinnunni. Hann hefur tekið að sér að útskýra málið fyrir lesendum Frjálsrar versl- unar. „Við reiknum út nokkrar vísitölur, ekki bara neyslu- verðsvísitöluna, en að baki henni liggur umfangsmikil verð- söfnun, umfangsmesta vinnan og kannski best þekkta aðferðafræðin. Við erum með verðtökumenn víðs vegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu, sem fara í verslanir í hverjum mánuði og athuga hvað ákveðnar vörur kosta. Við söfnum um 15 þúsund verðum fyrir hverja vísitölumælingu þannig að það er umfangsmikil verðsöfnun sem liggur að baki þessum mælingum," segir Rósmundur. Neysluverðsvísitalan er reist á grunni, sem fæst úr neyslukönnun meðal almennings. Þessar neyslurannsóknir voru gerðar á fimm ára fresti en nú hafa þær verið óslitið í gangi allan ársins hring frá árinu 2000 og gefa því ómetanlegar upplýsingar um neyslu landsmanna og neysluþróunina. Urtakið mynda 1200 ijölskyldur á hveiju ári og eru þær beðnar um að halda bókhald yfir útgjöld sín. Þátttakan er um 50-60 prósent. Úrtakið er valið handahófskennt úr þjóðskrá og hópnum skipt niður á 26 tímabil yfir árið þannig að hver ljölskylda heldur bókhald í tvær vikur. Bókhaldið er einfalt í vinnslu miðað við það sem áður var þvi að í dag geta þátttakendur skilað inn strimlum úr búðum. Hvað varðar útgjöld vegna síma geta starfsmenn Hagstofunnar fengið leyfi hjá þátttakendum til að fá reikninga hjá símafyrirtækjunum og til viðbótar fara spyrlar frá Hagstofunni í heimsókn til fólks til að spyija um stærri og kannski sjaldgæfari útgjöld, t.d. húsnæði og bíl. Matvaia stendur fyrir um 17-18 prósent útgjaldanna, rekstur á bíl og húsnæði fyrir eitthvað minna. Bábiljan um Bónus Samkvæmt lögum eiga verðtökumenn Hagstofunnar að vera á ferðinni tvo fyrstu virku dagana í mánuði og er vísitalan birt á áttunda virka degi efdr mælingu. A þessum tíma er farið yfir verðin 15 þúsund, niðurstöðum steypt í eina heild og dæmigerðar neysluvörur valdar í neyslugi'unn. Einu sinni í mánuði er svo kannað hvað þær kosta, reiknað og öll álita- mál skoðuð og tekin afstaða til þeirra. „Við söfiium gögnum enn frekar með því að hringja í verslanir, sérstaklega ef ekki er um margar vörur að ræða, og við söfiium einnig upplýsingum á faxi og með rafrænum hætti. Við höfum verið mjög lengi í samstarfi við matvöruverslanir og njótum mikillar velvildar úti í þjóðfélag- inu. Margir leggja sig í framkróka um að aðstoða okkur og eru tilbúnir til að gera það enda er öllum Islendingum ljóst hversu mikilvægur þessi mælikvarði er,“ segir hann. - Starfsmenn Hagstofunnar hafa verið gagnrýndir fyrir að taka Bónus ekki með í þessa könnun. „Það er alrangt að við skiljum Bónus eftir. Bónus hefur verið með nánast frá upphafi, eða að minnsta kosti mjög lengi. Það virðist einhvern veginn sá misskilningur hafa komist á kreik að við sleppum einhverjum verslunum en við getum sagt að inni í könnuninni eru allar verslanir sem skipta máli, sem eru mjög margar og mjög margar vörur, engin undanskilin. Þetta er bara einhver bábilja, sögusögn sem ekki er á rökum reist,“ svarar hann. Vísitalan er ekki rauða Strlkíð Stundum er neysluverðsvísi- tölunni blandað saman við rauða strikið en Rósmundur segir Neysluverðsvísitalan er mælikvarði, nokkurs konar hitamælir, á verðbreytingar í landinu. Miðað er við að neysluverðsvísitalan fari ekki upp fyrir 222,5 stig. Um miðjan apríl var vísitalan 221,9 stig og munar því litlu. Vísitölustigið, sem allt snýst um, verður svo birt 14. maí og þá kemur endanlega í Ijós hvernig fer með kjarasamninga landsmanna. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.