Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 90
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDQTTUR
Railtrack
Langarykkur til ad fjárfesta í fyrirtæki, þar sem
ríkisstjórnin bœtirykkur skaðann effjárfestingin
skilar sér ekki? Þeir, sem jjárfestu í hinu einka-
vædda Railtrack, bresku járnbrautunum, sem
húkir í greiðslustöðvun, fá núna skaðann bættan.
Stjórn Tony Blair virðist ekki kunna að velta
áhættunni yfir á einkaframtakið!
Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
Langar ykkur til að fjárfesta í fyrirtæki, þar sem ríkisstjórnin
bætir ykkur skaðann ef ijárfestingin skilar sér ekki? Tæki-
færið er glatað i bili, en þeir sem ijárfestu í hinu einka-
vædda Railtrack, sem nú húkir í greiðslustöðvun, fá skaðann
bættan. Railtrack-sagan er heldur ólukkuleg fyrir hinn snoppu-
fríða Stephen Byers samgönguráðherra, en þrátt fyrir samfellt
klúður frá upphafi til enda og fleiri óheppileg mál heldur Tony
Blair forsætisráðherra hiklausri verndarhendi jÆr honum, við
vaxandi gagnrýni eigin þingmanna.
I máli Verkamannaflokksforystunnar, sem aldrei kallar
hlutina sínum réttu nöfnum, kallast einkavæðing „Private-
Public Partnership“, PPP. Railtrack
skýrir eðli þess.
Er dýrt að borga 170 pund, um 25
þúsund krónur, fyrir tvisvar sinnum
400 km leið? Það finnst mér, þegar ég
get flogið fram og til baka til Kaup-
mannahafnar fyrir 50 pund eða til
Trieste á Norður-Italíu fyrir 30 pund.
Þegar ég þurftí að skreppa til Black-
pool nýlega, strandbæjar með dýrðar-
daga sína að baki, 400 km norð-vestur
af London, fengust aðeins 170 punda
miðar ef farið var heim samdægurs.
Síðast þegar ég fór í lestarlangferð
kom lestin til London um miðnætti í
stað 22.30. Farþegarnir tóku töfunum
eins og hverju öðru náttúrulögmáli.
Um miðnætti hætta neðanjarðarlest-
arnar að ganga og aðspurðir ypptu
starfsmennirnir öxlum yfir hvernig
fólk ætti að komast heim. A áfangastað
var tilkynnt að allir fengju far heim
með leigubíl. I stað þess að koma heim
um kl. 23 kom ég kl. eitt um nóttina.
í ljósi fyrri reynslu og miðaverðsins ákvað ég að keyra til
Blackpool. Lagði af stað um níu og kom heim eftír átakalausa
ferð um kl. 21.30. Hér kunna allir sögur af þessu tagi. Bretar
eru almennt argir út í lestarkerfið. Þegar það var einkavætt af
Margaret Thatcher hélt ríkið eftir eigninni á járnbrautar-
teinunum og fleiru, sem Verkamannaflokkurinn einkavæddi
svo í fyrirtækinu Railtrack. Það eru einkavæðingar af þessu
tagi, sem fengu John Major, fyrrum forsætisráðherra, til að
gapa af undrun. „Þið eruð að einkavæða hluti, sem okkur hefði
aldrei dottið í hug að einkavæða,“ sagði hann við gömlu vinstri-
kempuna í Verkamannaflokknum, Tony Benn.
Margir tautuðu að ónógar Jjárfestingar í teinakerfinu væru
stórhættulegar, auk þess sem breska kerfið er alls ekki tílbúið
fyrir hraðlestír meginlandsins. Hættan sýndi sig árið 2000
þegar teinarnir fóru í mask undir hraðlest við Hatfield, útborg
London, og Jjórir létust. Afleiðingarnar voru umfangsmiklar
viðgerðir, sem auðvitað seinkaði, tilheyrandi tafir - og færri
farþegar. Samgöngugeirinn breski er varðaður mörgum
brostnum stjórnaráætlunum. Meira að segja takmarkið um
auknar hjólreiðar er svo víðáttuJjarri að það hefði áhrif ef allir
ráðherrarnir hoppuðu á hjólin.
Railtrack komst aldrei á flug. Síðastliðið ár var þrautpínt - og
sveitt andlit hins feitlagna og þunnhærða framkvæmdastjóra
Railtrack var fastur liður á sjónvarpsskjánum. Með flöktandi
augnaráð stamaði hann skýringum á seinkunum, ónógum Jjár-
festingum og ofurgreiðslum, ótengdum
rekstarafkomunni, tíl sín og annarra
stjórnenda. Hinn sléttmálgi og lipri
Byers hamraði á því að Railtrack væri
einkafyrirtæki og ríkisstjórninni óvið-
komandi.
I október mátti Byers læra nýja
rullu. Railtrack lenti í greiðslustöðvun,
en stjórnin hindraði að fyrirtækið færi
á höfuðið eins og vonlaus einkafyrir-
tæki gera. Byers nefndi ekki endur-
þjóðnýtingu, Jjárfestarnir áttu þó altént
að fylgja markaðslögmálunum og tapa
sínu. Fjármálaheimurinn urraði að nú
væri einkavæðingareðli stjórnarinnar
ljóst, 22 stjórnendur Jjárfestingarsjóða
lýstu yfir að þeir legðu ekki aftur pens í
púkkið, en vinstriþingmenn kættust.
Byers sat við sinn keip... þar til hann
sneri nýlega við á hælunum. Með
dæmigerðu blekkingarorðafari stjórn-
arinnar tilkynnti hann að hún legði
fram 300 milljónir punda til að styrkja
fyrirtækið til að verða nýtt fyrirtæki,
Kannski voru forsendur
Railtrack aldrei góðar, en
fyrirtækið var líka illa rekið og
hluthafar aðgerðalausir. En í
stað þess að viðkomandi
blæddu fyrir mistökin breytti
stjórnin Railtrack í krakkaleik;
allir stikkfrí og allt í plati!
90