Frjáls verslun - 01.03.2002, Blaðsíða 70
Þorsteinn Geirsson, framkuæmdastjóri Smartkorta.
Mörg kort
í einu korti
Smartkort hf. hefur lokið
við tæknilega útfærslu
nýs smartkorts, sem
hlotið hefur nafnið PAX.
Smartkort hf. hefur lokið uið tæknilega útfærslu nýs smartkorts,
sem hlotið hefur nafnið PAX. PAK-kortið er fjoinota smartkort
sem hefur að geyma rafeyrisbuddur eða rafræn suæði fyrir
fleiri tugi þjónustuaðila. Huert suæði er einstakt og mun tilheyra ein-
um ákueðnum uiðskiptaaðila. T.d. nýtir fþrótta- og tómstundaráð
Reykjauikur (ÍTR) eina buddu fyrir sundmiða. Aðra buddu mætti nota
fyrir strætómiða og þá þriðju fyrir matarmiða og rafeyri sem nem-
endur grunnskola nota til greiðslu í mötuneytum. Suona mætti lengi
telja þuí möguleikar kortsins eru miklir.
ÍTR hefur fest kaup á 50.000 PAX-kortum sem Smartkort hf.
mun afhenda í ágúst 2002. ÍTR hefur tryggt borgarstofnunum hluta
PAX-kortsins, en Smartkort hf. mun bjóSa öðrum fyrirtækjum og
stofnunum þau svæði sem enn er óúthlutað. Kortið getur t.d. nýst
sem starfsmannaskírteini, aðgangskort og greiðslumiðill innan fyrir-
tækja og á sama tíma veitt aðgang að þjónustu fjölmargra þjónustu-
aðila utan fyrirtækisins. Þannig gæti starfsmaður nýtt kortið sem
rafeyriskort innan fyrirtækisins og sem aðgangskort að sundstöðum
og strætó svo nokkur dæmi séu nefnd. Rafeyrishleðslur geta starfs-
menn skuldfært í launakerfi fyrirtækisins og má því segja að greiðsla
fyrir veitta þjónustu innan fyrirtækisins sé greidd eftir á en forgreidd
þegar korthafi notar kortið utan vinnustaðar.
Þjónustuaðilar sem nýta PAX-kortið geta hlaðið forgreiddum ein-
ingum, skiptum eða gildistíma á kortið. T.d. gæti unglingur geymt
árskort í sund og 1 □ matarmiða eða rafeyri sem nota má í mötu-
neyti eins grunnskóla borgarinnar í PAX kortinu. Korthafar geta fyllt
á kortið eftir þörfum í greiðslukortaposum eða með hjálp annarra
jaðartækja s.s. GSM-síma og einkatölva. Smartkort hf. hefur á
boðstólum sérstakar rafeyris-hleðsIustöðvar fyrir fyrirtæki.
PAX-kortið er snertikort sem stungið er í rauf á lesara en snerti-
laus kort, sem borin eru upp að lesara, eru einnig fáanleg. Séu fyrir-
tæki með starfsmannakort má koma fyrir á kortum starfsmanna
snertilausri örflögu sem opnar nýjar víddir notkunar bæði innan sem
utan vinnustaðarins.
Smartkort hf. hefur gert samninga við íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur (ÍTR) um smartkortakerfi fyrir alla sundstaði borgarinnar
sem og um uppsetningu prufukerfis fyrir Strætó bs. Nemendur 10.
bekkjar Kársnesskóla í Kópavogi hafa fengið afhent smartkort, bæði
snerti- og snertilaus, til notkunar í strætó. Tilgangur verkefnisins er
að kanna hvort smartkort séu heppilegur greiðslumáti fyrir farþega
Strætó bs. og hinsvegar sá að skera úr um hvort snerti- eða snerti-
laus kort henti betur sem rafrænn greiðslumiðill í strætó. llppsetn-
ingu smartkortakerfis er lokið í Árbæjar- og Grafarvogslaug, en upp-
setningu kerfisins á öðrum sundstöðum lýkur í sumar.
Smartkort hf. - fyrirtækið
Smartkort hf. var stofnað árið 1996 og hefur sérhæft sig í vél- og
hugbúnaði tengdum smartkortatækni. Meðal viðskiptavina Smart-
korta eru íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Strætó, íslensk
erfðagreining, Borgarhöllin í Grafarvogi, Bláa lónið, Kársnesskóli,
Stúdentagarðar Háskóla íslands, Viðskiptaháskólinn að Bifröst,
Hlíðasmára 12 • 201 Kópavogur Fríkirkjuvegi 11
Sfmi: 544 4010 • Fax: 544 4015 101 Reykjavík
www.smartkort.is Sími: 510 6600
70
lil'MMillllílil