Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.2002, Side 29
Starfsmenn Samkeppnisstofnunar eru gagnrýndir fyrir að taka fleiri gögn en beinlínis snerta rann- soknina. Þessi mynd erfrá því gerð var húsrannsókn hjá olíufélögunum. Við það tækifæri var lagt háld á gögn í stórum stíl og heilu kassarnir fluttir burt í sendiferðabílum. Mynd: E. Ól. Starfsreglur hjá skattrannsúknastjóra Upphaf rannsóknar hjá embætti skattrannsóknastjóra getur verið ferns konar; tilkynn- ing frá skattstjóra, ríkisskattstjóra, eigið frumkvæði og ábend- ing frá utanaðkomandi aðila. Slíkar ábendingar sæta þó ítar- legri meðferð þar sem m.a. er grafist fyrir um ástæður og trú- verðugleika áður en ákvörðun er tekin um framhaldið. I starfs- reglum embættisins kemur m.a. fram að þess skuli gætt að leit og haldlagning gagna sé ekki móðgandi eða særandi og að húsleit taki stuttan tíma í framkvæmd. Mjög markvisst er leit- að að gögnum sem snerta rannsóknarefnið beint og annað ekki skoðað, t.d. er aðeins tölvupóstur stjórnenda skoðaður, HÚSLEIT í FYRIRTÆKJUM ekki almennra starfsmanna, og sneitt hjá persónulegum gögn- um. Fyllstu leyndar skal gætt. Rannsóknarþolinn er ávallt við- staddur leitina og fær kvittun fyrir haldlögðum gögnum. Hann fær skriflegar leiðbeiningar um það hvað felist i rannsókninni og haldlagningu gagna. Þýðingarlitlum gögnum er skilað fljótt og öðrum gögnum strax og rannsókn er lokið. Rannsóknarþol- inn hefur þó aðgang að gögnum sínum hjá skattrannsókna- stjóra. Hann nýtur réttinda sakaðs manns og fær tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þær raddir eru háværar sem krefjast þess að samkeppnisyf- irvöldum séu settar skýrari reglur en nú er gert. Embætti skattrannsóknastjóra hefur að vísu starfað mun lengur en Sam- keppnisstofnun í núverandi mynd, lögin, sem þar eru að baki, eru eldri og meiri reynsla komin á framkvæmd þeirra þannig að „ég held að þetta stafi að minnsta kosti að hluta til af því að Samkeppnisstofnun og þær reglur sem hún vinnur eftir eru til- tölulega nýjar og eru að slípast til í framkvæmdinni," segir Ei- ríkur Tómasson, lagaprófessor við HÍ. „En mér finnst sjálfsagt að það séu settar um þetta reglur. Löggjafmn setji almennar reglur og síðan séu þær útfærðar nánar í reglum sem stofnun- in setur, eða ráðherra viðskiptamála, til þess að þeir sem hús- leit beinist að viti nákvæmlega hver þeirra réttarstaða er þegar gripið er til húsleitar. Það er mjög mikilvægt að borgararnir viti nákvæmlega hvar þeir standa, hvaða rétt þeir hafa og hvaða skyldur þeir bera.“ Innrásirnar sjö Farið hefur verið, svo vitað sé, í sjö húsleitir hjá fyrirtækjum hér á landi frá árinu 1993, þar af ijórar á þessu ári. Hugsanlega kann nýleg breyting á samkeppnislögum að hafa þarna einhver áhrif, ekki skal lagt mat á það hér. En staðreynd- in er sú að í langflestum tilfellum hefur verið um rannsókn Sam- keppnisstofnunar að ræða og þá yfirleitt vegna gruns um ólög- legt samráð. í húsleit Samkeppnisstofnunar hjá Eimskip var fyrirtækið grunað um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Hjá Norðurljósum var um skattrannsókn að ræða og hjá Baugi var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að rannsaka sannleiksgildi ásakana fyrrverandi samstarfsmanns. Við rifjum hér upp innrásirnar, eins og við leyfum okkur að kalla þær, og berum undir forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja. SQ Myndmark 1993 Oamkeppnisstofnun gerði sína fyrstu húsleit um miðjan októ- Wber árið 1993 þar sem grunur lék á að ólöglegt samráð færi fram innan Myndmarks, samtaka myndbandaútgefenda og myndbandaleiga, og að ólögmætar samkeppnishindranir væru fyrir hendi. Samtökin færu ekki að fyrri úrskurði stofnunar- innar en áður hafði Samkeppnisstofnun komist að þeirri niður- stöðu að myndbandaleigur, sem ekki ættu aðild að Mynd- marki, fengju lélegri viðskiptakjör en aðildarleigur. Þá væri haft samráð um verðhækkun og lágmarksverð innan samtak- anna og þyrftu ný fyrirtæki, sem gerðust aðilar, að hækka verð fyrir útleigu til samræmis við það verð sem væri hjá öðrum aðildarleigum. Þá kærði Samkeppnisstofnun formann og vara- formann Mjmdmarks til rannsóknarlögreglu fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar við rannsókn málsins. Málinu lauk með sátt og var engum sektum beitt þar sem ekki hafði enn fengist heimild til slíks í lögum. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.