Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 29
Starfsmenn Samkeppnisstofnunar
eru gagnrýndir fyrir að taka fleiri
gögn en beinlínis snerta rann-
soknina. Þessi mynd erfrá því gerð
var húsrannsókn hjá olíufélögunum.
Við það tækifæri var lagt háld á
gögn í stórum stíl og heilu kassarnir
fluttir burt í sendiferðabílum.
Mynd: E. Ól.
Starfsreglur hjá skattrannsúknastjóra Upphaf rannsóknar hjá
embætti skattrannsóknastjóra getur verið ferns konar; tilkynn-
ing frá skattstjóra, ríkisskattstjóra, eigið frumkvæði og ábend-
ing frá utanaðkomandi aðila. Slíkar ábendingar sæta þó ítar-
legri meðferð þar sem m.a. er grafist fyrir um ástæður og trú-
verðugleika áður en ákvörðun er tekin um framhaldið. I starfs-
reglum embættisins kemur m.a. fram að þess skuli gætt að leit
og haldlagning gagna sé ekki móðgandi eða særandi og að
húsleit taki stuttan tíma í framkvæmd. Mjög markvisst er leit-
að að gögnum sem snerta rannsóknarefnið beint og annað
ekki skoðað, t.d. er aðeins tölvupóstur stjórnenda skoðaður,
HÚSLEIT í FYRIRTÆKJUM
ekki almennra starfsmanna, og sneitt hjá persónulegum gögn-
um. Fyllstu leyndar skal gætt. Rannsóknarþolinn er ávallt við-
staddur leitina og fær kvittun fyrir haldlögðum gögnum. Hann
fær skriflegar leiðbeiningar um það hvað felist i rannsókninni
og haldlagningu gagna. Þýðingarlitlum gögnum er skilað fljótt
og öðrum gögnum strax og rannsókn er lokið. Rannsóknarþol-
inn hefur þó aðgang að gögnum sínum hjá skattrannsókna-
stjóra. Hann nýtur réttinda sakaðs manns og fær tækifæri til að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Þær raddir eru háværar sem krefjast þess að samkeppnisyf-
irvöldum séu settar skýrari reglur en nú er gert. Embætti
skattrannsóknastjóra hefur að vísu starfað mun lengur en Sam-
keppnisstofnun í núverandi mynd, lögin, sem þar eru að baki,
eru eldri og meiri reynsla komin á framkvæmd þeirra þannig
að „ég held að þetta stafi að minnsta kosti að hluta til af því að
Samkeppnisstofnun og þær reglur sem hún vinnur eftir eru til-
tölulega nýjar og eru að slípast til í framkvæmdinni," segir Ei-
ríkur Tómasson, lagaprófessor við HÍ. „En mér finnst sjálfsagt
að það séu settar um þetta reglur. Löggjafmn setji almennar
reglur og síðan séu þær útfærðar nánar í reglum sem stofnun-
in setur, eða ráðherra viðskiptamála, til þess að þeir sem hús-
leit beinist að viti nákvæmlega hver þeirra réttarstaða er þegar
gripið er til húsleitar. Það er mjög mikilvægt að borgararnir viti
nákvæmlega hvar þeir standa, hvaða rétt þeir hafa og hvaða
skyldur þeir bera.“
Innrásirnar sjö Farið hefur verið, svo vitað sé, í sjö húsleitir hjá
fyrirtækjum hér á landi frá árinu 1993, þar af ijórar á þessu ári.
Hugsanlega kann nýleg breyting á samkeppnislögum að hafa
þarna einhver áhrif, ekki skal lagt mat á það hér. En staðreynd-
in er sú að í langflestum tilfellum hefur verið um rannsókn Sam-
keppnisstofnunar að ræða og þá yfirleitt vegna gruns um ólög-
legt samráð. í húsleit Samkeppnisstofnunar hjá Eimskip var
fyrirtækið grunað um að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu
sína. Hjá Norðurljósum var um skattrannsókn að ræða og hjá
Baugi var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að rannsaka
sannleiksgildi ásakana fyrrverandi samstarfsmanns. Við rifjum
hér upp innrásirnar, eins og við leyfum okkur að kalla þær, og
berum undir forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja. SQ
Myndmark 1993
Oamkeppnisstofnun gerði sína fyrstu húsleit um miðjan októ-
Wber árið 1993 þar sem grunur lék á að ólöglegt samráð færi
fram innan Myndmarks, samtaka myndbandaútgefenda og
myndbandaleiga, og að ólögmætar samkeppnishindranir væru
fyrir hendi. Samtökin færu ekki að fyrri úrskurði stofnunar-
innar en áður hafði Samkeppnisstofnun komist að þeirri niður-
stöðu að myndbandaleigur, sem ekki ættu aðild að Mynd-
marki, fengju lélegri viðskiptakjör en aðildarleigur. Þá væri
haft samráð um verðhækkun og lágmarksverð innan samtak-
anna og þyrftu ný fyrirtæki, sem gerðust aðilar, að hækka verð
fyrir útleigu til samræmis við það verð sem væri hjá öðrum
aðildarleigum. Þá kærði Samkeppnisstofnun formann og vara-
formann Mjmdmarks til rannsóknarlögreglu fyrir að hafa gefið
rangar upplýsingar við rannsókn málsins. Málinu lauk með
sátt og var engum sektum beitt þar sem ekki hafði enn fengist
heimild til slíks í lögum.
29