Frjáls verslun - 01.08.2002, Síða 36
SKRIFSTOFUR
A haustdögum var gerð húsrannsókn hjá Eimskip í Sundahöfn og
miðborg Reykjavíkur.
BAU G U R
Lögreglan réðst til inngöngu íhúsnæði Baugs í haust til að kanna rétt-
mæti ásakana fyrrverandi samstarfsaðila í Bandaríkjunum.
september 2002 vegna kæru Samskipa til Samkeppnisstofnun-
ar í lok ágúst þar sem óskað var eftir rannsókn á því hvort Eim-
skip hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi
sinni. Húsleitin var því annars eðlis en fyrri húsleitir. Starfs-
menn Samkeppnisstofnunar höfðu áður verið að rannsaka
verðsamráð og skyld atriði en voru í þetta sinn að rannsaka
meinta misnotkun Eimskips á markaðsráðandi stöðu. Húsleit-
in var gerð í framhaldi af úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
um heimild til að leita og leggja hald á gögn á skrifstofum Eim-
skips. Málið er enn í rannsókn.
„Fulltrúar Samkeppnisstofnunar gengu hófsamlega fram og
óskuðu eftir því að skoða tiltekin gögn í okkar skjalageymslum.
Þótt heimsókn þeirra kæmi á óvart var þeim að sjálfsögðu vel
tekið, enda eru þeir að sinna rannsóknarskyldu sinni. Við litum
aftur á móti svo á, að kæruefni Samskipa gæfi ekki tilefni til hús-
rannsóknar. Kæruefnið fengum við að vísu ekki í hendur fyrr
en rúmri viku eftir að kæran var lögð inn til Samkeppnisstofn-
unar eða sama dag og húsrannsóknin fór fram. Að athuguðu
máli sjáum við ekki tilefni til þess að ganga fram með þessum
hætti,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips.
„Inngrip sem þetta vekur vissulega athygli. Hér á landi
fylgjast menn vel með fréttum og þekkja almennt vel til fyrir-
tækja, þannig að þetta virkar með öðrum hætti hér en erlendis.
Við höfum orðið þess áskynja að erlendis hafa menn upplifað
húsrannsóknina með dramatískari hætti. Viðskiptavin-
ir, samstarfsaðilar og ijölmargir aðrir, sem þekkja til fé-
lagsins, átta sig ekki á því sem í gangi er. Þannig feng-
um við fyrirspurn frá erlendum farþega um það hvort
rannsóknin breytti nokkuð möguleika hans á að koma
til landsins með okkar skipi. Það er því afar mikilsvert
að yfirvöld vandi framgöngu sína sérstaklega vel og
verði á varðbergi fyrir því, að óvildarmenn eða sam-
keppnisaðilar noti ekki kæruleiðina til að koma höggi á
menn og fyrirtæki. Saklausir menn geta vissulega orð-
ið fyrir höggi þótt kærandinn í þessu máli líti svo á að
það jafngildi viðurkenningu á sök telji maður sig verða
fyrir höggi. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er
þýðingarmikið að menn láti hann ekki villa sér sýn.“ [ffl
Baugur 2002
aahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit
hjá Baugi Group hf. 28. ágúst 2002. Ástæðan voru
ásakanir Jóns Geralds Sullenbergers, forsvarsmanns
bandaríska heildsölufyrirtækisins Nordica Inc., um að
forstjóri og stjórnarformaður Baugs Group hafi gerst
sekir um auðgunarbrot með þvi að láta Baug greiða
verulegar íjárhæðir til kaupa á skemmtibát í Flórída
með röngum reikningum. Húsleitin hófst kl. 17 mið-
vikudaginn 28. ágúst og lauk um miðnætti. Lagt var
hald á ýmis gögn. Baugur kærði til Héraðsdóms
Reykjavíkur og krafðist þess að húsleitin yrði dæmd
ólögmæt þar sem efnahagsbrotadeild hefði ekki rann-
sakað málið nógu vel áður en til húsleitarinnar kom eða
gætt meðalhófs í aðgerðum sínum en því var hafnað. I
byrjun september var svo gerð önnur húsleit á vegum
ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum P/f SMS verslunar-
félaginu í Færeyjum af sömu ástæðu, en Baugur á
helmingshlut í því. Rannsókn stendur enn yfir. B3
36