Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 37

Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 37
HÚSLEIT í FYRIRTÆKJUM Myndi gera ágreining um allt! Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur kynnst húsrannsókn nokkrum sinnum í áranna rás en hann var einmitt lögmaður Myndmarks þegar húsrannsóknin var gerð hjá þeim árið 1993, Sölufélags garðyrkjumanna og Banana árið 1999 þegar húsleit fór fram þar á vegum samkeppnisyfirvalda og hann var sá eini af stjórnarmönnum Norðurljósa sem var á landinu í vetur þegar skattrannsóknastjóri bankaði upp á. Sig- urður hefur því þá óvenjulegu stöðu að geta borið saman fram- göngu og aðferðir mismunandi yfirvalda. Hann gagnrýnir hús- rannsóknir Samkeppnisstofnunar harkalega en telur að starfs- inenn skattrannsóknasljóra hafi farið mjög faglega fram og verið réttlátir í viðskiptum. Sigurður segir að innrásin í Sölufélag garðyrkjumanna og Banana, eins og svona húsleitir eru stundum kallaðar, hafi átt sér stað á sama tíma og samkeppnisyfirvöld vissu að unnið var að samruna nokkurra grænmetisfyrirtækja „þannig að þau máttu vita að þau gætu komist yfir öll gögn af fúsum og frjáls- um vilja,“ segir Sigurður og líkir innrásinni við „skæðadrífu starfsmanna í einkabílum og sendiferðabílum“ sem hafi komið „til að sýna vald sitt. Maður fann iyrir því að þessir menn voru smitaðir af því að þarna væri á ferðinni augljós brotastarfsemi sem þyrfti að mæta með hörðum aðgerðum. Það versta sem embættismenn gera er að gleyma því að þeir eru þjónar fólks- ins.“ Sigurður lét vísa þeim starfsmönnum, sem ekki gátu sannað að þeir væru frá samkeppnisyfirvöldum, úr húsi þar til þeir gátu sannað á sér deili. Samkeppnisyfirvöld tóku gögn í stórum stíl, líka þau sem snertu einkahagi starfsmanna, og gátu því samkvæmt efni sínu ekki haft neitt með meint samráð að gera. Sigurður skaut þessari húsleitarheimild til Hæstarétt- ar en fékk þann dóm að ekki væri hægt að endurskoða heim- ildina þar sem húsleitin hefði þegar farið fram. Fá 10 í einkunn Annað var uppi á teningnum þegar starfsmenn skattrannsóknastjóra komu í híbýli Norð- urljósa í vetur. Sigurður segir að þeir hafi unnið mjög faglega að rannsókninni og þar hafi ekki verið neinn „yfirgangur, ekkert truflandi" á ferðinni. „Við flutt- um t.d. gögnin héðan af Lynghálsi til embættis skattrannsóknastjóra þannig að það var ekki hópur manna að bera út gögn í kassavís. Við unnum málið í góðu samstarfi við skattrannsóknastjóra og hans menn. Þeir myndu fá 10 í einkunn hjá mér því að það hefur allt staðist sem hefur farið hér á milli og aldrei verið nein vandræði," segir hann. Sigurður telur að sam- keppnisyfirvöld kunni að hafa of víðtækar heim- ildir til að ráðast inn í fyrirtæki og taka gögn og telur að dómstólar geri ekki miklar kröfur til sönnunar- færslu og leggi ekkert upp úr því að rökstyðja úrskurði sína. Húsleit sé afskaplega „dramatísk“ og mikil aðgerð og því þurfi að vera lyrir hendi vel rökstuddur og sterkur grunur um að ekki sé hægt að ná markmiðum rannsóknarinnar með neinum öðrum hætti. „í málflutningi mínum fyrir samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hef ég bent á það frá upphafi að þetta sé mönnum alltof auðvelt og það sé tekið meira af gögnum en góðu hófi gegnir. Menn gæta ekki alltaf þeirra reglna sem lög um opinber mál hafa að geyma varðandi hús- leitir. Málflutningur minn hefur ekki hlotið nægan hljómgrunn enn sem komið er en á næstunni reynir á það íyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort samkeppnisyfirvöld hafi unnið í samræmi við almennar reglur í stjórnsýslurétti sem ég dreg mjög í efa að hafi verið,“ segir Sigurður. Ekki Sömu réttindi? Málflutningur þolenda húsrannsókna hefur ekki alltaf fengið mikinn hljómgrunn. Fyrst eftir hús- leitina hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segist Sigurður hafa fengið á tílfinninguna að „við værum hrópendur í eyðimörkinni vegna þess að það tók enginn undir þetta. Skjólstæðingur minn, grænmetisheildsalinn, virtist ekki eiga sér neina formælendur í samtökum verslunar, kannski vegna þess að það hafi ekki þótt gott að styðja við bakið á heildsala sem talinn var hafa okrað lengi á grænmetissölu á Islandi. Við vorum að beijast einir en þetta viðhorf átti eftír að breytast, sérstaklega eftir að ráðist var inn hjá olíufélögunum." En hvernig á að bregðast við húsleit í dag? Sigurður hvetur stjórnendur til að kalla strax lögfræðinga á staðinn. „Eg myndi gera ágreining um hvert einasta atriði, hvern einasta hlut sem yfirvöld ætluðu að taka og bera það undir héraðsdóm enda sýnist mér það eina leiðin til að fá endurskoðaðar hús- leitarheimildir. Það virðist vera stefnan í dag að taka á stórum íyrirtækjum. Mér finnst eins og íyrirtæki njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Það virðist mega valta yfir íyrirtæki, berja á þeim og helst gera stjórnendur þeirra tortryggi- lega meðan mannréttindi fíkniefnasmyglara og annarra glæpamanna virðast sérstaklega friðhelg,“ segir hann. HD Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norður- Ijósa, telur að samkeppnisyfirvöld kunni að hafa of víðtœkar heimildir til að ráðast inn íjyrirtæki og taka gögn og telur að dómstólar geri ekki miklar kröfur til sönnunar- færslu og leggi ekkert upp úr því að rökstyðja úrskurði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.