Frjáls verslun - 01.08.2002, Page 64
HEILRÆÐI í STJÓRNUN
„Alltaf að“
/
A Degi símenntunar datt inn um lúgur landsmanna blaö sem bar hið frumlega nafn
„Alltaf að“. A baksíðunni var mynd af vatnsflösku og fyrir ofan hana stóð: Þyrstirþig í
þekkingu? I blaðinu eru greinar og viðtöl við ýmsa úr atvinnulífinu og margar
skemmtilegar tilvitnanir, stjórnendum og starjsmönnum til umhugsunar.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
Ekki allra meina bót
Fjarvinna er ekki allra meina bót. Vinnan getur orðið í fyrsta
sæti á kvöldin og um helgar og fiölskyldan orðið útundan."
- Alda Sigurðardóttír, fræðslustjóri VR
Hvað er vinnustreita?
Hvað er vinnustreita?“ „Vinnustreitu má skilgreina sem skað-
leg líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð starfsmanns við
miklu starfsálagi, sem getur leitt til andlegs og líkamlegs
heilsubrests ef hún er langvarandi.“
- Daníel Þór Olason D.Phil, sáfrræðingur og sérfræðingur
hjá IMG-Gallup.
Sveigjanleiki
Nú telst ekki lengur starfsaldur til dyggða. í dag er það
sveigjanleiki og aðlögunarhæfni sem gildir.“
- Helga Jónsdóttír, ráðningarstjóri hjá Liðsauka.
Þú getur teymt hestana
ú getur teymt hestana að ánni en ekki neytt þá til að
drekka."
- Sigurður Ólafsson MBA, starfsmannastjóri Vátryggingafé-
lags Islands, um valkosti fólks til að auka eigin hæfni.
Verðskuldar þú launahækkun?
að er undir þér komið að sýna að þú verðskuldir launa-
hækkun eða hvað annað sem þú vilt semja um.“
- Alda Sigurðardóttír, fræðslustjóri VR.
64
Hvaða leikur?
„Skilyrði fyrir uppbyggingu liðsheildar eru m.a. þau að allir í
liðinu viti hvaða leik er verið að leika (hlutverk og tilgangur), í
hverju sigurinn felst (framtíðarsýn), og að innan liðsins ríki
skýr en óskrifuð lög (gildi) sem skapa þann ramma sem liðið
hefur til að leita leiða til sigurs.“
- Bjarni Snæbjörn Jónsson MBA, ráðgjafi hjá IMG-ráðgjöf.
Allt er fertugum...
w
Istarfi minu sem starfsmannastjóri hef ég oft verið spurð að því
hvort það sé rétt að eftir fertugt minnki möguleikar fólks á að
fá góða vinnu. Þessi spurning kemur gjarnan frá umsækjendum
yfir fertugt, oftar karlmönnum, sem skynja atvinnumarkaðinn
sem andsnúinn miðaldra fólki og að hann líti frekar til yngra
fólks þegar auglýst er eftir stöðum á almennum markaði."
- Una Eyþórsdóttír, starfsmannastjóri Flugleiða.