Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 16
FRÉTTIR
í sigurliði Tækniháskóla íslands voru þeir Ágúst Kr. Steinarsson, Sveinn I. Einarsson, Rúnar
H. Bridde og Kári Steinar Lúthersson. Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri hjá Flug-
leiðum afhenti verðlaunin fyrir hönd dómnefndar.
Keppni háskólanna í markaðsfrœðum:
Tækniháskólinn sigraði
emendur í Tækni-
háskóla Islands voru
sigursælir í keppni
háskólanna í hagnýtum
markaðsfræðum sem haldin
var á Bifröst á dögunum. Lið
frá Tækniháskóla Islands
urðu í fyrsta, öðru og fjórða
sæti en lið frá Háskólanum á
Akureyri í því þriðja. Frábær
árangur nemenda Tæknihá-
skólans og skólanum mjög
til framdráttar.
Þeir skólar, sem sendu
lið í keppnina, voru Háskól-
inn á Akureyri, Háskóli Is-
lands, Háskólinn í Reykja-
vík, Viðskiptaháskólinn á
Bifröst og Tækniháskóli Is-
lands. Keppt var í ijórum
riðlum og tóku 5 lið þátt í
hverjum þeirra.
Liðin ráku fyrirtæki í
sýndarveruleika sem náði
jTir 8 ára tímabil. Notað var
hermiforrit sem líkir eftir
viðbrögðum markaða við
markaðsaðgerðum. Þetta
forrit er notað í yfir 500 há-
skólum viða um heim. Liðin
þurftu að móta fyrirtækja-
og markaðsstefnu fyrir fyrir-
tæki sitt, hrinda þeirri
stefnu í framkvæmd og
bregðast við breytingum á
markaði ásamt því að hanna
vörur frá grunni fyrir sína
markhópa. Markmiðið var
að hámarka markaðsvirði
fýrirtækisins en sýna jafn-
framt fram á að það væri af-
leiðing skýrrar stefnu sem
mótuð var í lok 3ja rekstrar-
árs hvers fyrirtækis.
Fyrri hluti keppninnar fór
fram í sýndarveruleika yfir
Netið en seinni hlutinn var í
formi kynningar á stefnumót-
andi markaðsáætlun,
hvernig henni hefði verið
framfylgt, hver árangurinn
var og hvernig brugðist var
við breytingum á markaði.
Sigurlið keppninnar, lið
frá Tækniháskóla Islands,
mun keppa fyrir hönd ís-
lands í alþjóðlegri keppni í
Kanada í janúar nk. 35
nti öupw
I talsk-íslenska verslunarráðið
stóð fyrir fundi með Árna
Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra í Napólí 15. september sl. Árni
ijallaði þar um íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfið, verðmætasköpun í sjávar-
útvegi og hvalveiðar.
Ráðið bauð gestum til kvöldverðar
í framhaldi fundarins. Meðal gesta
voru aðstoðarborgarstjóri Napólí,
ræðismaður Islands í Napólí, kaupendur íslensks saltfisks til áratuga, fulltrúar
banka og ferðamálageira og háskólasamfélags.
Sigríður Snævarr, sendiherra Islands á Italíu, setti fundinn og síðan héldu
Guðjón Rúnarssonar, formaður Italsk-íslenska verslunarráðsins, og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræður. SH
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsrað-
herra í ræðustól á fundinum í IMapoli
Heimsókn í'saltfiskbúð 'í ATra^Ta'^i
Mapol,. Þarna sjást Ármann Kr. ólaf!
aðstm. raðh., Laurene Eminente, ei,
ræðismanns, Giovanni Bisignano, eig
buðarinnar, Guðjón Rúnarsson, form.
ITIS, Arni M. Mathiesen ráðherra, Sigr
sroa si9u,6“r
=1=
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
Borgartúni 31 - 105 Reykjavík
Sími 530 2400 - Fax 530 2401
oi<®oi.is - www.oi.is
Heimagæsla
www.oi.is
öryggi
16