Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 19
JFRÉIIIR
aðstæðum þar eystra sem viðskiptavinir
bankans geta leitað til. „Möguleikarnir í
Pétursborg eru miklir og er fjármuna-
myndun nú hröðust þar í álfunni allri.
Þróunin þar í borg hefur fært heim sanninn
um að Pétur mikli hafði alltaf rétt fyrir sér, -
Pétursborg er gluggi Rússlands að hinni
velmegandi Evrópu," sagði Björgólfur og
bætti við að í athugun væri að ráða fleiri full-
trúa bankans á öðrum vaxtarsvæðum
Evrópu til að styrkja enn frekar útrás Islendinga.
Hann sagði í lok ræðu sinnar að íslenskir bankar og fjár-
málafyrirtæki ættu samleið í útrásinni og að ekki tæki einn
frá öðrum. „Eg hef þá sýn til framtíðar að íslenskir bankar
taki höndum saman og vinni sameiginlega að verkefnum í
Evrópu og jafnvel víðar og leggist saman á árar með þeim
íslensku fyrirtækjum sem hafa vilja og burði til að takast á
við hin ijölmörgu og gríðarstóru tækifæri sem bíða okkar
hér ytra.“
Mismunandi starfssvið bankanna Bankar Landsbankans í
Lúxemborg og London sinna hvor sínu hlutverki þó að þeir
styðji hvor við annan. „Landsbankinn í Lúxemborg annast
alhliða og alþjóðlega sérbankaþjónustu og verður sú þjón-
usta byggð upp þar með áherslu á
Norður-Evrópumarkað,“ sagði
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans. „Þar verða
einnig veitt lán til norrænna
stofnanaíjárfesta og sérhæfðra
ijárfestingafélaga eins og verið
hefur. Heritable Bank mun halda
áfram að þróa sérhæfða útlána-
starfsemi og sérhæfða viðskipta-
bankaþjónustu, ásamt veðlána- og innlánaþjónustu."
Hvað varðar starfsemina í Pétursborg þá verður hún
hluti af alþjóðlegri sérbankaþjónustu Landsbankans í
Lúxemborg. Markmið þeirrar starfsemi er m.a. að auð-
velda íslenskum fyrirtækjum að nýta þau viðskiptatækifæri
sem bjóðast þar að sögn Halldórs, sem hafði þetta að segja
um stækkun Landsbankans erlendis: „Stækkun erlendis
dreifir áhættu, nær fram stærðarhagkvæmni með bættu
lánshæfismati og eflir þjónustuþætti hér á landi og bætir
við heildar þjónustuframboð bankans."
Tryggvi Tryggvason er bankastjóri Landsbankans í
Lúxemborg, en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri
alþjóðasviðs bankans. Alls vinnur fólk af sex þjóðernum hjá
Landsbankanum í Lúxemborg. HQ
I athugun eru
kaup á eignum í
Lundúnum sem
munu stórauka
umsvif Heritable
bankans þar.
Bókin
FYRIRTÆKJASKRÁ
□g þjónustuskrá
□ G Netfangaskrá
VÖRUMERKJASKRÁ
FINNA
www.finna.is
Finnst þú á Netinu?
íslensk fyrirtæki
sameina skráningu fyrirtækja í
bókinni íslensk fyrirtæki og á Netinu,
www.finna.is
VÖRU-
KENNITÖLUR
ÍSLENSK FYRIRTÆKI
íslensk fyrirtæki
er komin út
Ert þú með?"
Skráning er hafin í næstu bók.
ÍSLENSK FYRIRTÆKI ■ SELJAVEGI 2 ■ 1D1 REYKJAVÍK ■ S. 515 55C3Q ■ WWW.FINNA.IS
19