Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 27
Þórður Magnússon.
Pálmi Haraldsson.
Þór Kristjánsson.
Baldur Guðnason.
í NÝRRISTJÓRN EIMSKIPS
stjórnarform. Gildingar og fyrrum ijármálastj. Eimskips, Pálmi
Haraldsson, framkvæmdastjóri Fengs og stjórnarmaður í Flug-
leiðum, Þór Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Pharmaco, og
Baldur Guðnason, eigandi og framkvæmdastjóri Sjafnar og
stjórnarmaður í SH.
Ur stjórninni gengu þeir Benedikt Jóhannesson, fyrr-
verandi formaður, Jón Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir,
Einar Sveinsson, Garðar Halldórsson, Kolbeinn Kristinsson
°g Páll Siguijónsson.
Magnús Gunnarsson er níundi stjórnarformaður
Eimskipafélagsins í 90 ára sögu þess. Einkennandi hefur
verið fyrir félagið að þar hafa menn oftast setið lengi í stjórn
félagsins.
Hinn nýja stjórnarformann Eimskipafélagsins, Magnús
Gunnarsson, þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með
íslensku viðskiptalifi undanfarin 30 ár. Hann var framkvæmda-
stjóri Hafskips á árunum 1973 til 1974 áður en Björgólfur
Guðmundsson kom að því félagi. Hann var um árabil forstjóri
Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, en þekktastur er
hann líklegast sem fyrrum framkvæmdastjóri VSI, Vinnuveit-
endasambands íslands, en þvi starfi gegndi hann á undan
Þórarni V. Þórarinssyni. HQ
Veittu vellíðan
- gefóu gjafakort í NordicaSpa
Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090
nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is
Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf.
Viö bjó&um upp á fyrsta flokks snyrtimeðferðir, nudd-
meðferðir, ilmmeðferðir og húðmeðferðir.
Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð,
í tiltekna meðferð, setja saman spa pakka eða kaupa
gjafakort í heilsuræktina. Við aðstoðum þig við að
finna réttu gjöfina handa þeim sem þú vilt gleðja.
Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan
og er Nordica Spa heimur út af fyrir sig.