Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 54
300
STÆRSTU
PHARMACO ROBERT WESSMANN
FJARFESTUM
I FRAMTIOINNI
Framtíðarmarkmið Pharmaco er að skila 30% EBITDA framlegð. Það
myndi skila fyrirtækinu í hóp þeirra allra bestu í Bandaríkjunum og Evrópu.
Pharmaco er í dag meðal 40 stærstu samheitalyíjafyrirtækja í heiminum
með tillití tíl veltu og stefiiir á hóp 10 stærstu innan nokkurra ára.
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Arið reyndist okkur mjög gott og gríðarlega viðburðaríkt.
Þar er að sjáifsögðu fyrst að minnast sameiningar Delta
og Pharmaco. Þar var um mjög stóra sameiningu að
ræða og hún hefur gengið afskaplega vel. Fyrir sameininguna
var árið búið að vera viðburðaríkt á báðum heimilum, m.a. seldi
Pharmaco frá sér heildsöluhlutann sem var ekki skilgreindur
lengur sem hluti af aðalstarfseminni. Einnig var mikið búið að
gerast Delta megin og stóð þar upp úr kaup Delta á Omega
Farma, á danska lyJjafyrirtækinu UNP, stofnun Delta R&D á
Möltu, stofnun söluskrifstofu í Þýskalandi og innkaupaskrif-
stofu á Indlandi. Við Ijárfestum svo undir árslok í Serbíu. Þegar
horft er á lytjamarkaðinn erlendis þá hafa fá fyrirtæki verið að
vaxa jafn hratt og Pharmaco og enn færri hafa skilað jafn
góðum árangri, bæði með tilliti til verðmætaaukningar félags-
ins og veltu á sl. fimm árum,“ segir Róbert Wessmann, forsljóri
Pharmaco, um rekstur fyrirtækisins árið 2002.
Sokn inn á fleiri markaði Róbert segir að Pharmaco hafi lagt
gríðarlega mikið upp úr því að þróa ijöldann allan af lytjum á
síðustu árum og það hafi skilað sínu því að vöxtur fyrirtækis-
ins tengist fyrst og fremst því hversu mörgum lyfjum takist að
koma inn á markað hveiju sinni. „Við veljum þessi lyf alltaf
með tilliti til arðsemi og væntanlegrar samkeppni. Okkur
hefur tekist mjög vel til með flest okkar lyf sem við höfum farið
með á markað, bæði erum við yfirleitt fyrst eða með
þeim fyrstu inn á viðkomandi markað en þá er
verðið mun hærra en fyrir þau fyrirtæki sem koma
seinna og svo hefur okkur tekist vel til með að selja
þau,“ segir Róbert.
Lykilmáli skiptir að þróunareiningar Pharmaco
hafi verið efldar gríðarlega. „Við fórum úr því að
geta þróað tvö til þrjú lyf árið 1999 í það að geta
þróað 11-13 lyf núna. Með þessu erum við að ljár-
festa mikið í framtíðinni því að það kostar okkur
1,5-2 milljónir evra að þróa eitt lyf. Þau verkefni
sem við förum af stað með í dag koma í sölu eftir
fimm ár. Við höfum haft þá stefnu að sækja inn á
stöðugt fleiri markaði því að það kostar hlutfalls-
lega lítið að sækja um skráningu inn á einn við-
bótarmarkað miðað við hvað það kostar að þróa
lyfið. Með því að koma okkur inn á fleiri markaði
náum við meiri veltu út úr hverju lyfi.“ Jafnframt
skiptir miklu máli að þróa lyfin með tilliti til
krafna bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Banda-
ríkin er stærsti markaður í heimi og opnar ný
tækifæri fyrir Pharmaco í framtíðinni. Róbert
bendir á að stjórnendur Pharmaco hafi skrifað
undir fyrstu samningana um lyf í þróun inn á
Bandaríkjamarkað og fari það í sölu árið 2005.
Skrifstofa í Sviþjóð Útrás Pharmaco hefur
gengið mjög vel og má nefna sem dæmi að fyrir
kaup Pharmaco á Balkanpharma árið 1999 var hvorki
Pharmaco né Delta með erlendar starfsstöðvar. í dag er
Pharmaco með eigin starfsemi í 14 löndum. „Þetta hefur skipt
miklu máli í okkar vexti að koma okkur vel fyrir erlendis þar
sem Islandsmarkaður er lítíll. Innri vöxtur Pharmaco hefur
verið mikill inn á markaði í Vestur-Evrópu
undanfarin ár en útflutningur inn á þá
markaði hefur vaxið um 10 milljarða.
Þarna er um innri vöxt að ræða sem
kemur frá þróunarstarfsemi félagsins,"
segir Róbert. „Hins vegar er ljóst að við
erum að vaxa líka með fjárfestingum í
fyrirtækjum og höfum sagt að við ætlum
að vaxa um 15-20% á ári með því að ijár-
Pharmaco er
verðmætasta fyrir-
tæki landsins, en
markaðsvirði þess
er um 85 millj-
arðar króna.
54