Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 68

Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 68
300 STÆRSTU GRANDI KRISTJÁN Þ. DAVÍÐSSON GRANDI FIKRAR SIG AFRAM í FISKELDINU Eitt sterkasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra, Kristján Þ. Davíðsson. Hann segir efst á dagskrá Granda að hagræða í vinnslunni og einnig að fyrirtækið sé að fikra sig áfram í fiskeldinu. Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Arið 2002 var mjög gott. Það var metafkoma í sögu fyrir- tækisins og má segja að flest ytri skilyrði hafi verið til- tölulega hagstæð. Verð á mörkuðum var nálægt sögu- legu hámarki. Aðstæður á þessu ári hafa frekar verið að þyngjast. Gengið hefur verið að styrkjast lengi framan af ári þó að sú þróun sé reyndar nú að snúast við að nokkru leyti að minnsta kosti, þótt spár um framhaldið séu flestar fremur dökkar; það er að segja að gengið styrkist sé litið til lengri tíma. Verð á mörkuðum hefur verið að gefa eftir þannig að við sjáum fram á harðari tíma. Við erum að mæta aukinni samkeppni á mörkuðum og þurfum að snúa við öllum steinum og leita leiða til að snúa við þeirri þróun. Við erum að skoða alla möguleika," segir Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda, en hann tók við því starfi í sumar. „Við skoðum hagræðingarmöguleika í vinnslunni, bæði á sjó og í landi, tæknistig og vöruþróun, vinnslumynstur, alla þætti sem máli skipta.“ Fikrar Siy áfram í eldinu Grandi er útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki sem gerir út þijá frystitogara með fullvinnslu um borð. I frystihúsinu á Norðurgarði er sérhæfing í vinnslu á karfa og ufsa. Tveir ferskfisktogarar sinna hráefnisöflun fyrir Norðurgarð auk þess sem hráefni er sótt á markað að því leyti sem það er hagkvæmt. Grandi rekur einnig uppsjávarveiðar og -vinnslu. Veiðiskipið Faxi getur bæði verið á trolli og nót og það veiðir um 70 þúsund tonn á þessu ári af uppsjávar- fiski sem fer til vinnslu í annarri af tveimur fiski- mjölsverksmiðjum fyrirtækisins, annaðhvort í Reykjavík eða Þorlákshöfn. Auk þessa er Grandi hluthafi í röð fyrirtækja. Grandi á 20% í útgerðar-, fiskvinnslu- og fiskeldisfyrirtækinu Deris í Chile. Grandi hefur reyndar átt hlut í því fyrirtækið í 10 ár og tekið virkan þátt í uppbyggingu þess. Síðan á Grandi hluti í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum; Eskju, Þorbirni Fiskanesi, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og Isfélagi Vestmannaeyja. Þessi sjávarútvegsfyrirtæki eru í annars konar sérhæfingu en Grandi. Hvað fiskeldið varðar þá er Grandi stærsti hluthafinn í Stofnfiski með rúmlega 30% hlut. Grandi á einnig hlut í Fiskeldi Eyjafjarðar þar sem er stundað lúðueldi og keypti í sumar 70% í fiskeldisfyrirtækinu Salar Islandica á Djúpavogi. „Við erum að fikra okkur áfram í upp- byggingu á eldi,“ segir Kristján. Eitt sterkasta félagið Rekstur Granda stendur mjög vel og bendir Kristján á að Grandi sé með sterkustu félögunum í íslenskum sjávarútvegi, eiginfjárhlutfallið sé 43% sem sé með því hæsta meðal sjávarútvegsfyrirtækjanna. Hagnaður Granda á fyrri árshelmingi 2003 var 750 milljónir króna. Eigið fé í lok júní nam rétt rúmum 6 milljörðum efúr greiðslu á arði upp á 206 milljónir. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn tæpar 1.200 milljónir og eigið fé nam tæpum 5,5 milljörðum. Eigið fé hafði því styrkst um 500 milljónir króna. Þegar hann er spurður að því hvað standi upp úr starfsem- inni á þessu ári nefnir hann strax umræðuna um kvótakerfið í kringum síðustu kosningar. „Ég tel að kvótakerfið sé komið til að vera. Það er ekki fullkomið en það hefur sýnt sig að það er besta lausnin sem við höfum ef takmarkið er að hámarka afraksturinn af auðlindum hafsins. Ekki er búið að ganga endanlega frá málum því að ennþá er smábátakerfið að nokkru leyti opið þannig að það er ekki konúð heildar fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur fast og endanlegt form enda verður það kannski aldrei þannig. En það þarf að ná utan um fiskveiðistjórnunina á smábátaflotanum. Ég held að þetta kerfi sé komið til að vera.“ Viðskiptalífið kraftmikið Hjá Granda er upi> bygging fyrirtækisins innan fiskeldisins ofar- „íslenskt við- skiptalíf er mjög kraftmikið, það sést gjörla á atburðum síðustu vikna.“ 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.