Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 84
300
STÆRSTU
TUTTUGU FORSTJÓRAR META STÖÐUNA
TRYGGVI JÓNSSON,
FORSTJÓRIHEKLU
Mest á óvart í viðskiptalifinu á árinu? „Þetta ár hefur verið
afar viðburðaríkt hvert sem litið er. A Austurlandi eru gríðar-
legar framkvæmdir vegna virkjana og stóriðju sem leggja
grunninn að hagvexti komandi ára. Þá vekur athygli sú
fækkun sem orðið hefur á skráðum fyrirtækjum í Kauphöll
Islands og síðast en ekki síst má nefna hversu vel hefur tekist
að halda verðbólgu innan hóflegra marka.“
Forgangsverkefni forstjóra í vetur? „Eg held að það sé
ekkert eitt sem sameini þá í röðun forgangsverkefna, slíkt
hlýtur að taka mið af stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og eðli
viðskipta, þ.e. hvort fyrirtækið sé í útflutningi, innflutningi,
þjónustu o.s.frv. Fyrirtækin þurfa, hvert í sínu lagi, að laga sig
að breyttum aðstæðum á markaðnum og í efnahagsum-
hverfmu."
Skaða hrefnuveiðarnar íslenskt viðsfdptalif? „Til lengri
tíma litið tel ég svo ekki vera. Spurningin er hins vegar sú
hvaða hagsmuni við höfum af slíkum vísindaveiðum. Ef veiða
á á annað borð er þá ekki best að ganga hreint tíl verks í stað
þess að eiga það á hættu að lenda í tveimur mótmælaöldum."
Finniu- fyrirtæki þitt fyrir auldnni þenslu á vinnumarkaði?
„Ekki enn, en búast má við að þessar auknu framkvæmdir á
landsbyggðinni leiði tíl þenslu þegar fram í sækir.“
Velta: 7,5 milljarðar.
Tap f. skatta: 190 milljónir.
Eigið fé: 1,1 miiijarður
„Vekur athygli hve vel hefur tekist að halda
verðbólgu innan hóflegra marka.“
- Tryggvi Jónsson, forstjóri Heldu
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? ,Arið hefur verið við-
burðarikt hjá Heklu og gaman fyrir mig að kynnast þeim krafti
sem býr í starfsfólki Heklu. Við höfum staðið í skipulagsbreyt-
ingum og jafnframt hefur sala aukist umtalsvert hjá okkur,
bæði á bílasviði og vélasviði. Við erum því bjartsýn á að
markmið okkar fyrir árið náist.“ B3
84
i