Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 87
Velta: 17,9 milljarðar.
Hagn. f. skatta: 2,6 milljarðar.
Eigið fé: 16 milljarðar
„Myndarleg innkoma Björgólfs Guðmundssonar
í íslenskt atvinnulíf hefur komið mest á óvart á
árinu."
- Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
’nun það ná settum niarkmiðum? ,Aukin samkeppni, en
uáum vonandi áætlunum." SH
„Sú staðreynd, að í fyrsta skipti í 33 ár
verður ekki leyft að veiða hörpudisk í Breiða-
firði, hefur veruleg áhrif á rekstur okkar.“
- Rakel Olsen, forstjóri Sigurðar Ágústssonar hf.
RAKEL OLSEN,
FORSTJÓRI sigurðar ágústssonar hf.
ðtest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Mikil viðskipti
•ueð hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum sem leitt hafa til
úreytinga á eignarhaldi, stjórnun og sameiningu ijölmargra
fyrirtækja. Einnig mætti nefna mikið flökt á íslensku krón-
unni sem oft sýnist ekki verða skýrt með efnahagslegum
forsendum."
Skaða hreíhuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Ég tel að
veiði á þessum fáu hrefnum í vísindaskyni skipti ekki máli,
en ef hvalveiðar verða stórauknar yrðu áhrifin jákvæð fyrir
fiskistofnana en gætu vissulega orðið okkur þung markaðs-
lega séð.“
Finnur fyrirtæki þitt fyrir auldnni þenslu á vinnumarkaði?
„Við finnum ekki verulega fyrir þensluáhrifum hér enn sem
komið er.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þins á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Sú staðreynd, að í fyrsta
skipti í 33 ár verður ekki leyft að veiða hörpudisk í Breiðafirði,
hefur veruleg áhrif á rekstur okkar. Til að lágmarka skaðann,
sem við verðum fyrir, munum við freista þess að efla aðra þætti
í rekstrinum eins og útgerð, rækju og kavíarvinnslu." B3
GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR,
EIGANDI STÁLSKIPA
Mest á óvart í viðsldptalífinu á árinu? „Hve gengi íslensku
krónunnar hefur verið hátt skráð miðað við erlenda gjaldmiðla.
Einnig Jjöldi afskráninga skráðra félaga á verðbéfamarkaði, þ.e.
í Kauphöll Islands."
Forgangsverkefiii forstjóra í vetur? „Að standa sig í sífellt
harðnandi samkeppni um erlenda markaði."
Skaða hrefiiuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Nei. Við
verðum að nýta okkar auðlindir á sjálfbæran hátt og hvalveiðar
heyra undir það.“
Finnur fyrirtæki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Ekkert sérstaklega, en býst við að það muni gerast þegar
virkjanaframkvæmdir verða komnar á fullt skrið.“
Éorgangsverkefni forstjóra í vetur? „Ég svara bara fyrir
fiúg en þá er það að halda úti fullri starfsemi fyrirtækis
okkar við erfiðar markaðsaðstæður eins og nú eru í rækju-
iðnaðinum.“
„Komið á óvart hve gengi íslensku krónunnar hefur
verið hátt skráð miðað við erlenda gjaldmiðla.“
- Guðrún Lárusdóttir, eigandi Stálskipa
87