Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 88
300
STÆRSTU
Hvað hefur einkennt rekstur íýrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Barátta við að láta úthlut-
aðar aflaheimildir duga til að halda atvinnu allt árið fyrir okkar
fyrirtæki. Eg vona að okkur takist að ná markmiðum okkar.“ B3
9og14
Bæði fyrirtækin
Velta: 40,6 milljarðar.
Hagn. f. skatta 6,1 milljarður.
Eigið fé: 33,4 milljarðar
„Fyrir örfáum árum var það álitin vera persónuleg
árás á forstjóra og allan hans frændgarð ef hluthafar
vildu hafa áhrif."
- Sigurður Einarsson, stjórnarf. Kaupþings Búnaðarbanka
SIGURÐUR EINARSSON,
STJÓRNARFORMAÐUR KAUPÞINGS BÚNAÐARBANKA
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Það sem helst
hefur komið þægilega á óvart á þessu ári er sá mikli kraftur
sem hefur færst í viðskipti með stjórnunaráhrif í fyrirtækjum.
Mér finnst líka ánægjulegt hvernig viðhorfið til þessa virðist
vera að breytast. Fyrir örfáum árum var það álitin vera per-
sónuleg árás á forstjóra og allan hans frændgarð ef hluthafar
vildu hafa áhrif á rekstur fyrirtækja, en nú eru menn farnir að
sjá að þetta er eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í aðhaldi
markaðarins við rekstur fyrirtækja."
Forgangsverkefni forstjóra í vetur? „Sem áður tel ég það
vera að hámarka þá tjármuni sem hluthafar þeirra treysta
þeim fyrir. Fyrir mörg fyrirtæki felst það í að ná sem mestri
hagkvæmni hér á heimamarkaði og greiða hluthöfum sínum
góðan arð. En fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni felst það
í að yfirvinna smæð heimamarkaðarins með því að finna sér
markaðssyllu erlendis sem gerir fyrirtækjunum kleift að ná
samkeppnishæfri stærð við erlenda keppinauta."
Skaða hrefnuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Nei.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Mikill uppgangur á bæði
hluta- og skuldabréfamarkaði það sem af er ári hefur fyrst og
ifemst sett mark sitt fjármálamarkaðinn og er þess valdandi að
það stefnir í methagnað hjá bönkum. Hagræðing og aukin
samkeppni eru líka farin að segja til sín á bankamarkaði.“ 35
ÚSKAR MAGNÚSSON,
FORSTJÓRI OG VODAFONE
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Um áramótin
gerðist það að Samson kom inn í íslenskt viðskiptalíf með
kaupum á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ég held að fáir hafi
á þeirri stundu séð fyrir hversu hratt og af hve öflugum hætti
aðilar að því félagi beittu sér þannig að umskipti hafa orðið í
eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja í íslensku viðskiptalífi.“
Forgangsverkefiii forstjóra í vetur? „I öllum þessum
hræringum þá hlýtur það að vera forgangsverkefni að halda
vinnunni. En án gríns þá verður að takast á við bættar aðstæður
í íslensku efnahagslífi og taka á ábyrgan hátt þátt í því að varð-
veita stöðugleika."
Skaða hrefnuveiðamar íslenskt viðskiptalif? „Þrátt fyrir
háværar raddir um að svo sé þá hef ég ekki séð tölur eða
sannanir því til staðfestingar. Ég efast hins vegar um þá
ákvörðun að ráðast í þessar veiðar. Hún ber meiri keim af hetju-
móral en raunsæi."
Finnur fyrirtæki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Ekki enn sem komið er. Aðstæður Og Vodafone eru líka
aðrar en margra annarra fyrirtækja þar sem við höfum verið
að sameina þrjú tjarskiptafyrirtæki sem augljóslega skila
talsverðri samlegð. Við fækkuðum því starfsfólki um tjórðung
um síðustu áramót."
Finnur fyrirtæld þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Nei, við verðum ekki varir við þenslu á vinnumarkaði, þvert á
móti er enn töluverður slaki og ég minnist þess ekki lengi að
okkur hafi staðið til boða jafn ínikið af hæfu starfsfólki án þess
að geta fundið kröftum þess farveg.“
„í 6 mánaða uppgjöri Og Vodafone bendir allt til
þess að við séiun á réttri leið og við keppum að því
að svo verði í árslok.“
- Oskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone
88
J