Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 94
300
STÆRSTU
Velta: 3,3 milljarðar.
Tap f. skatta: 10,7 milljarðar.
Eigið fé: 10,1 milljarður
f
„I haustréttum viðskiptalífsins var ekki aðeins
dregið í dilka með hefðbundnum hættí, heldur flest
féð markað upp á nýtt“
- Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar
„Góð afkoma VÍS er tilkomin af tvennu: Góðri
afkomu í fjármálarekstri og minni slysum og
tjónum það sem af er árinu.“
- Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS
KÁRISTEFÁNSSON,
FORSTJÓRI ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR
Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Það hljóta að vera
síðustu tíðindin úr haustréttum viðskiptalífsins. Þegar ekki var
aðeins dregið í dilka með hefðbundnum hætti, heldur flest féð
markað upp á nýtt.“
Forgangsverkefhi forstjóra í vetur? „Eg held að forgangs-
verkefnin séu jafn mörg og forstjórarnir, - þeir hafi sem sé ekki
allir sömu forgangsröð. Efst á mínum lista er alltaf það sama, -
að finna leiðir til að greina og meðhöndla algenga sjúkdóma."
Skaða hrelhuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Nei, það
finnst mér ólíklegt."
Finnur fyrirtæki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Nei - við finnum ekki fyrir aukinni þenslu. Hinsvegar finnum
við fyrir aukinni birtu í okkar atvinnugrein á alþjóðlegum vett-
vangi, en þar hefur verið fremur skuggsýnt síðustu þrjú árin.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Það er fyrst og fremst
tvennt: annars vegar rannsóknastarfið sjálft, sem hefur
gengið afar vel og skilað árangri umfram væntingar, og hins
vegar það sem snýr að rekstrinum. Þar settum við okkur
það markmið að ná jafnvægi milli gjalda og tekna í árslok og
það mun okkur takast.“ SH
FINNUR INGÓLFSSON,
FORSTJÓRI VIS
Mest á óvart i viðskiptalífinu á árinu? „Þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á eignarhaldi í íslensku atvinnulífi. Vel
heppnað lokaskref í einkavæðingu ríkisbankanna tveggja,
sem leiddi til sameiningar Búnaðarbanka og Kaupþings og
gríðarlegar verðmætaaukningar sem varð á þessum fyrir-
tækjum í kjölfarið. Eins hafa þær breytingar sem orðið hafa í
gömlum og rótgrónum fýrirtækjum á undanförnum vikum
þar sem þau eru klofin upp og verða sennilega brytjuð niður
í smærri einingar og sum hver þeirra gerð að deildum innan
bankanna."
Forgangsverkefiii forstjóra í vetur? „Að undirbúa fyrir-
tækin fyrir vaxandi spennu í atvinnulífinu og grípa þau tæki-
færi sem sú spenna skapar og um leið að treysta samkeppnis-
stöðu fyrirtækjanna og aðlaga þau að breyttum aðstæðum."
Skaða hrefhuveiðarnar íslenskt viðskiptalíf? „Nei.“
Finnur fyrirtæki þitt fyrir aukinni þenslu á vinnumarkaði?
„Nei, ekki ennþá.“
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtælds þíns á þessu ári og
mun það ná settum markmiðum? „Fyrstu sex mánuðir
þessa árs eru bestu afkomumánuðir í sögu VÍS. Góð afkoma
félagsins er tilkomin af tvennu: Góðri afkomu í flármálarekstri
og minni slysum og tjónum það sem af er árinu. Þau markmið
sem sett voru í rekstri félagsins munu því nást ef fram heldur
sem horfir.“S!l
FRIÐRIK S0PHUSS0N,
FORSTJÓRI LANDS VIRKJUNAR
Mest á óvart í viðsldptalifinu á árinu? „Hin viðamikla
uppstokkun sem orðið hefur í viðskiptalífinu og hve hratt hún
hefur gengið."
94