Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 101
BVggingaframkvæmdir í Skuggahverfi,
Steypustöðin afgreiðir steypuna.
Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri hins nýja sameinaða fyrirtækis,
•nnan úr helluverksmiðjunni í Hafnarfirði,
Einingaþjónusta Loftorku í Borgarnesi.
=
idir qi . r~! MW yflHH ■jHBj
X,
\mM Hr ■ J S |
1—* ■u" ö
* '*v S * ' 'A
*"rl r5~r’" ’TTj 0
„j2S3ssv.~v-.~~. ■■ v®
\ ' ]r M 1 * t E
— T!
„Hér er starfsmannavelta lítil og sumir starfsmanna hafa verið
hér i áratugi," segir Hannes. „Það gerir að verkum að þekkingin inn-
anhúss er gríðarlega mikil og þjónustustig hátt. Þegar við svo fáum
kraftínn og „spútnikið" úr „litlu" Steinsteypunni í Hafnarfirði, fyrirtæki
ssm þekkt er að frumkvæði og nýjum leiðum, er komið dynamískt
fyrirtæki sem sameinar allt hið besta sem eitt fyrirtæki getur haft.
Hér er liðsandi góður og Ijóst að allir starfsmenn hér spila á sama
markið og vinna heilshugar að því að gera gott fyrirtæki ennþá betra.
Okkar höfuðáhersla er og hefur verið viðskiptavinurinn og þjónusta
við hann. Við lítum svo á að um leið og komið er á viðskiptasamband
sé ábyrgðin á þvl að Ijúka verkinu á herðum okkar beggja, okkar og
viSskiptavinarins."
Lífið í lit
Með sameiningunni og samstarfi við Loftorku hefur Steypustöðin
ehf. gríðarlegt vöruúrval upp á að bjóða og þjónustusviðið hefur
breikkað talsvert.
„í sumar settum við upp nýja helluverksmiðju þar sem unnið er
með nýja tækni. Hellurnar eru steyptar í tveim lögum og með því
ðetum við lagt miklu meira í efra lagið, sett í það fallega liti og áferð
sem of dýrt væri að setja í hellurnar í heild. Þessi nýja tegund af
hellum hefur þegar náð vinsældum og viðbrögð viðskiptavina okkar
yið þeim verið góð. Við íslendingar höfum nefnilega vaknað upp við
t>ann vonda draum að það er ekki nóg að helluleggja allt, heldur
t>urfa hellurnar líka að vera fallegar svo ekki sé allt grátt í kring um
okkur. Það hefur átt sér stað talsverð vakning í þessu eins og sjá
má t.d. á götum sem eru hellulagðar og nýjum, lituðum hellum víða
við byggingar. Kröfurnar um fallegt útlit hafa aukist og munu halda
áfram að aukast eftir því sem vitund manna eykst um það sem
hægt er að gera."
Ekki bara steypa
Steypustöðin ehf. selur ekki bara steypu í ýmsum myndum heldur
hefur um nokkur skeið verið boðið upp á múrvörur í miklu úrvali.
Hannes segir þetta annan markað, en styðja við aðrar framleiðslu-
vörur og þjónustu fyrirtækisins og vera hluti af því að geta boðið við-
skiptavinum heildarlausnir.
„Þróun í steypu er gríðarlega hröð og mikil og eftir því sem íblönd-
unarefnin í henni verða fullkomnari, því betri verður hún,“ segir Hann-
es. „Nú erum við með steypu sem ekki þarf að vibra og flýtur án þess
að skilja sig. Þetta sparar gríðarlega vinnu þar sem nær ekkert þarf
að pússa plötur á eftir og gólfplötur eru nær tilbúnar undir parket.
Þó svo steypan sé aðeins dýrari til að byrja með, segja bygginga-
verktakar að vegna vinnusparnaðar eftir á sé sparnaðurinn meiri en
sem nemur hærra verði. Það er margt spennandi að gerast í
steypuþróun og við fylgjumst grannt með því til að geta tekið þátt og
staðið okkur í samkeppninni."
Þá býður Steypustöðin upp á steypt rör af öllum gerðum sem
framleidd eru af Loftorku í Borgarnesi. Einnig eru á boðstólnum allar
þær hús- og garðeiningar sem völ er á í dag.ffl
101