Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Qupperneq 113

Frjáls verslun - 01.08.2003, Qupperneq 113
í þessum breytingum hefur verið horft til nútímalegrar skilgreining- ar á útflutningi, í Ijósi þess að vægi þjónustuútflutnings hefur aukist stöðugt á undanförnum árum. í samræmi við þetta hefur verið kallað til samráðs við nýja aðila, meðal annars Samtök hugbúnaðarframleið- enda og Bandalag íslenskra listamanna, enda eru menning og menn- ingarafunðir útflutningsafurð í sívaxandi mæli. Pá mun Ferðamálaráð eiga þar fulltrúa, þar sem ferðaþjónustan gegnir vaxandi hlutverki í gjaldeyrissköpun. Mikilvægt er að útrás íslensks viðskiptalífs í öllum greinum útflutnings sé í auknum mæli samræmd og verkefnatengd. Útflutningsráð veitir aðgang að viðskiptafulltrúum utanríkisþjónustunnar Útflutningsráð mun meðal annars sinna markaðssetningu og sölu á aðstoð og sérfræðivinnu viðskiptafulltrúa og annarra útsendra starfs- manna utanríkisþjónustunnar til fyrirtækja hér á landi og fyrirtækja í íslenskri eigu erlendis. Útflutningsráð mun jafnframt leggja fé til sér- stakra átaksverkefna með viðskiptaþjónustunni. Meðal þeirra verk- efna sem þar er horft til er tímabundin ráðning manna til starfa í sendiráðum eða hjá ræðismönnum íslands á mikilvægum mörkuðum þar sem við höfum ekki sendiráð. Skipulagsbreytingar innan utanríkisþjónustunnar Samhliða þessu hefur utanríkisráðherra ákveðið skipulagsbreytingar innan utanríkisþjónustunnar, sem miða að því að efla enn frekar þátt viðskiptaaðstoðar í starfi sendiráða og ræðismanna. Viðskiptaþjón- ustan hefur gert samninga við öll sendiráð um þjónustu þá sem stað- arráðnir viðskiptafulltrúar og útsendir starfsmenn þjónustunnar muni selja til atvinnulífsins. 011 sendiráð munu skilgreina viðskiptatengd markmið og stefnt er að því að tiltekinn hluti fjárveitinga til hvers sendiráðs verði háður því að markmið þessi náist. Allir starfsmenn utanrikisþjónustunnar á erlendri grundu munu því vinna að verkefnum I þágu útflutningsaðstoðar með þessum hætti. Sendiráðin árangursmetin I sendiráðum er reynt að þjóna atvinnulífinu með enn markvissari og betri hætti en hingað til hefur tíðkast. Samkvæmt verkefnasamningun- um eiga sendiráðin að kortleggja starfsemi og möguleika íslenskra fyrirtækja í umdæmisríkjum sínum. Þetta krefst þess að þau setji sig í samband við lykilaðila í atvinnulífi á viðkomandi stöðum, verslunarráð, fjárfestingastofur o.s.frv. Utanríkisþjónustunni og sendiráðum berast fjölmargar viðskiptafyrirspurnir á degi hverjum. Stefnt er að því að skrá þær með markvissari hætti en áður hefur tíðkast þannig að aðgengi- legur þekkingarbrunnur myndist með tímanum. Sendiráðin verða síð- an árangursmetin árlega m.t.t. til starfs þeirra að viðskiptamálum. Með verkefnasamningunum er verið skipuleggja betur starfsemi sendiráðanna að viðskiptamálum. Ein heild gagnuart atvinnulífinu Ein meginhugmyndin að baki sam- komulaginu er að Útflutningsráð og VUR bjóði upp á samfellda aðstoð í þágu fyrirtækja í útrás, allt frá sér- verkefnum um gerð útflutningsáætl- ana til markvissrar aðstoðar á er- Frá ferð til Póllands árið 2000, þar sem haldin uar uiðskiptaráðstefna og sýning á íslenskum uörum. Halldór flsgrímsson á tali uið starfsfólk Lýsis hf. lendum mörkuðum. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjónusta VUR og Útflutningsráðs sé gegnsæ og miðuð að þörfum út- flutningsfyrirtækja jafnt hér heima sem á útflutningsmörkuðum. Öflugri og samstilltari þjónusta við útrás „Samstarfssamningurinn við Útflutningsráð mun styrkja og efla bæði viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð og vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu sem við getum veitt fyrirtækjum í útrás," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. „Utanríkisráðuneytið hefur ákaflega gott net erlendis og hér heima hefur Útflutningsráð góð tengsl við atvinnulífið," segir Martin Eyjólfsson, nýr forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR). „Það var metið svo að með því að tengja þetta saman fengjust kjöraðstæður fyrir þá sem hygðu á útflutning eða væru þegar í útflutn- ingi á vörum og þjónustu. Á þennan hátt opnast oft dyr og leiðir til þess að fyrirtækin svo geti haldið áfram starfinu. Ætlunin er að Útflutningsráð og VUR komi fram sem ein heild út á við og myndi heildstæða þjónustu, frá námskeiðum um fyrstu skref í útflutningi til sölu á fjarlægum mörkuðum." Þjónusta við atvinnulífið meginhlutverk utanríkis- þjónustunnar „Meginhlutverk utanrfkisþjónustunnar á tímum alþjóðavæðingar er að mínu mati að þjóna atvinnulífinu. Hlutverk okkar er að treysta og styrkja þann lagaramma sem íslensk fyrirtæki styðja sig við í sinni útrás með gerð fríverslunar-, loftferða-, fjárfestinga- og tvískött- unarsamningum. Einnig erum við öryggisnet fyrír þau fyrirtæki sem lenda í vandræðum í samskiptum sínum við hið opinbera erlendis eða verða fyrir einhverjum viðskiptahindrunum. Þar höfum við leiðir, styrk og aðgang til þess að taka málin upp við viðeigandi stjórnvöld og ýta á réttu takkana. Þá veitir einhvers konar aðkoma eða nærvera sendiráðs ákveðinn trauststimpil þegar íslensk fyrirtæki eru f fjárfestaleit á fjarlægum markaði. Viðskiptafulltrúar okkar veita fyrirtækjum oft innsýn í erlenda markaði og aðstoða þau við að fóta sig þar. Auk þess er svokölluð viðskiptaþróun rekin innan VUR, en hlutverk hennar er að aðstoða fyrir- tæki í útrás í þróunarríkjum og nýfrjálsum rfkjum. Það hlýtur að vera mikið kappsmál fyrir þjóð sem byggir nánast alla afkomu sína á útflutningi að búa yfir öflugu hjálpartæki á erlendri grundu sem heitir utanríkisþjónusta." [E ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS TRADE COUNCIL OF ICELAND KYNNING 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.