Frjáls verslun - 01.08.2003, Page 148
Nærmynd
að að hann yrði seðla-
bankastjóri var nokkurn
veginn það síðasta sem
nokkrum manni hefði dottið í
hug þegar hann var á sínum
yngri árum. Hann var óskap-
lega mikill námsmaður, mjög
skáldmæltur og mikill
íslenskumaður og þar lágu
hans áhugamál mikið framan
af. Hann var og er enn mikill
mannasættir og á auðvelt með
að umgangast fólk og tala það á sitt band. Hann var harður
vinstri maður og gerði alla að kommúnistum á einni viku þegar
hann vann hjá póstinum ein jólin. Hann hefur ekki verið mjög
pólitískur frá því hann var um tvitugt og smátt og smátt hefur
hann snúist meir inn að miðju. Eg held að það hafi gerst þegar
hann kenndi í Svíþjóð milli tvítugs og þrítugs. Það átti betur við
hann að vera í fjölbreyttu samfélagi eins og hann hafði verið í
hér í Reykjavík en að vera í einslitum stúdentahópi í Svíþjóð. Við
erum alin upp á heimili þar sem var mikill menningaráhugi,
bæði áhugi á tónlist, bókmenntum og sagnfræði og það var stór
hluti af okkar uppvexti. Mér finnst það hálfgerður brandari
þegar menn segja að hann se
skipaður pólitískt í stöðu seðla-
bankastjóra því að flestallir
sem þekkja hann vita að póli-
tíkin er lítill partur af hans Hfe'
stíl í dag. Jón er alltof skapandi
persóna til að geta fellt sig inn
í þröngar pólitískar línur,
segir Þórunn Sigurðardóttir,
stjórnandi Listahátíðar 1
, Reykjavík og systir Jóns.
Myndir Geir Olafsson
Á fund hjá Fylkingunni Jón er sagður hafa verið áberandi og
mikill leiðtogi í skóla. Hann hefur ekki breyst mikið þó að
áhugasviðið hafi með árunum færst frá skáldskap og
húmanískum greinum yfir í hagfræði og viðskipti. Allir viðmæl-
endur Frjálsrar verslunar eru sammála um að hann se
greindur maður, skemmtilegur, léttur og duglegur og laus við
alla tilgerð, einstaklega íjölhæfur, hæfileikaríkur, fróður og vel
lesinn - maður sem hefði getað lagt hvað sem var lyrir sig-
Sjálfur mun hann víst hafa sagt á yngri árum: „Ég er eins og
kameljón, get allt mögulegt.“
Jón gat gert hvað sem var og því var kannski erfiðast fynr
Skáldmæltur og skemmtilegur prinsippmaður
sem hneigdist að róttækri pólitík og húmanískum
fræóum á yngri árum en hefur hallast smám
saman að hagfræði og pólitíkinni á miðjunni.
Jóni er stundum strítt með: Merkilegt að petta
rúmist í einum framsóknarmanni! Jón tók við
starfi seðlabankastjóra um síðustu mánaðamót.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
148