Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 154

Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 154
BRÉFTIL BLAÐSINS Annað atriði kemur einnig fram í dómnum sem styður þá ályktun að dómurunum séu ekki töm hugtök í endurskoðun, en það er þegar dómurinn segir, að „engar ráðstafanir voru gerðar til þess að bæta innra eftirlit með aukinni gagnaskoðun“. því máli sem rétturmn fjallaði um. í þessum leiðbeinandi regl- um Félags endurskoðenda er verið að lýsa því hvernig að verki skuli staðið þegar svo háttar til að endurskoðandi verður að gera um það fyrirvara í áritun ef þeir annmarkar á innra eftírliti og bókhaldi eru svo verulegir að ekki sé unnt að gefa fyrirvara- lausa áritun. I því máli sem dómur Hæstaréttar tekur til áttí það alls ekki við og gefin var fyrirvaralaus áritun á reikningsskil fyrirtækisins. Þannig er krafan, sem Hæstiréttur gerir um skrif- lega greinargerð til stjórnar, ranglega studd tílvisun í reglur frá fagfélagi endurskoðenda. Vilneskja stjórnar I þessu sambandi verður hins vegar einnig að líta tíl þess að samkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga ber endurskoðanda að skrá í sérstaka endurskoðunarbók at- hugasemdir og ábendingar sem hann vill koma á framfæri við stjórn eða framkvæmdastjórn. Það mun endurskoðandi fyrir- tækisins ekki hafa gert vegna tiltekinna ágalla í verklagi fyrir- tækisins, en hann hafði þó munnlega gert athugasemdir vegna þessara ágalla og það oftar en einu sinni á fundum með fram- kvæmdastjóra og fjármálastjóra fyrirtækisins. Það hlýtur að vera nokkurt matsatriði hvaða athugasemdir eru færðar til bókar í þessu sambandi. Eins og hér stóð sérstaklega á var framkvæmdastjórn fullkunnugt um málið og eins var stjórn fyrirtækisins mætavel kunnugt um þann stóra galla í skipulagi fyrirtækisins að sami starfsmaður gegndi bókara- og gjaldkera- stöðu. Með hliðsjón af þessari vitneskju forráðamanna fyrir- tækisins sýnist mér að það geti a.m.k. verið álitamál hvort þörf var á skriflegri ábendingu um atriði sem þeim var kunnugt um. Orðalag ákvæðisins í lögum er þrátt fyrir allt með þeim hættí, að það er endurskoðandans að ákveða hveiju hann vill koma á framfæri; hann kaus að gera það ekki, enda búinn að því með munnlegum hætti oftar en einu sinni. Það er auðvitað illt fyrir hvaða fagstéttarmann sem er að fá dóm Hæstaréttar um að hann hafi ekki unnið sína vinnu svo sem lög og reglur gera ráð fyrir. Hitt er verra að fá slíkan dóm en telja sig hafa unnið af fagmennsku. Enn verra er að þurfa að una dómi sem er ekki vel rökstuddur um fagleg málefni. Loks hlýtur að vera óþolandi að þurfa að greiða fyrir hin meintu mis- tök, sérstaklega í ljósi þess að engin grein er gerð fyrir því í dómsorði hvernig greiðslufjárhæðin er fundin, heldur sýnist hún eingöngu byggð á huglægu matí dómaranna. Hæstiréttur sneri héraðsdómi Við Það er vafalaust óvarlegt af mér að fjalla um lagatæknilegt álitaefni, en ég get þó ekki stillt mig um að segja, að það kemur ólöglærðum manninum afar sérkennilega fyrir sjónir að Hæstiréttur skuli snúa héraðs- dómi með hliðsjón af því að einn dómenda á því dómstigi var sérfróður á sviði endurskoðunar. Sá dómur var að talsverðu leyti reistur á afstöðu til þeirra faglegu sjónarmiða sem gerð var grein fyrir hér að framan og því sýnist Hæstíréttur verða að hafa mjög sterka málefnalega stöðu til þess að hnekkja þeim dómi. I grein minni árið 2000 um dóm Hæstaréttar í þessu máli um Nathan & Olsen byggðist niðurstaða min um umfjöllun réttarins á ofangreindum atriðum. Eg stend því enn við þá skoðun mína, þrátt fyrir skrif Jónasar, að Hæstíréttur hafi af- greitt þetta mál í of miklum flýti og án þess að kynna sér nægi- lega vel reglur um endurskoðun með þeim afleiðingum að um- tjöllunin er efnislega röng í veigamiklum atriðum. I niðurlagi greinar Jónasar dregur hann fram hvað lærdóm megi draga af dómi Hæstaréttar. Flest þau atriði sem hann til- greinir eru ekkert sérstök fyrir þetta mál þannig að í þeim fel- ast engin ný skilaboð frá Hæstaréttí. Nauðsynlegt er hins vegar að gera athugasemd við eftírfarandi texta í skrifúm lögmanns- ins: „Endurskoðunarstarf hins kjörna löggilta endurskoðanda félags er unnið í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess og stjórnar." Það er á misskilningi byggt að löggiltir endurskoðendur séu sérstaklega að vinna fyrir stjórnir fyrirtækja í endurskoðunar- störfum sínum. Aritun endurskoðenda kemur stjórnum fyrir- tækja auðvitað tíl góða, en þær eru þó ekki sá aðili sem efni árit- unar beinist fyrst og fremst að, jafnvel þótt hún sé stundum stíl- uð á stjórn; það er einungis formsatriði. Það kemur því á óvart að Jónas skuli halda þessu fram. Mér er raunar óljóst hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafi haldið þessu fram og vona réttarins vegna að svo sé ekki. í Vinnu fyrir hverja? Löggiltir endurskoðendur eru, að svo miklu leyti sem þeir starfa eins og nafngiftin segir til um, fyrst og fremst að vinna fyrir hluthafa og aðra fjármagnseigendur og raunar samfélagið yfirleitL Það má líka orða það þannig að þeir séu fyrst og fremst að vinna fyrir þá sem hafa tekið sér stöðu á hægri hlið efnahagsreiknings fyrirtækja eða hafa í hyggju að koma sér þangað. Þar er framkvæmdastjórn og stjórn ekki, heldur sýsla þessar stjórnir, hvor á sinn hátt, með vinstri hlið ethahagsreikningsins, ef svo má að orði komast. A ensku er talað um ytri endurskoðendur (e. external auditor) til aðgreiningar frá innri endurskoðendum en þeir starfa bein- línis fyrir stjórnir fyrirtækja og eru hluti af innra eftirliti fyrir- tækja. Enskur fræðimaður orðar það svona: „an external audit is an audit performed for parties external to the auditee," eða endurskoðun er fyrir þá sem ekki eru í fyrirtæk- inu sjálfu, en til þess teljast að sjálfsögðu stjórn og fram- kvæmdastjórn. Hitt er svo annað mál að nauðsynlegt er að góð samskipti séu milli stjórnar og endurskoðenda, en það þýðir alls ekki að frumskylda endurskoðenda í störfum þeirra sé við stjórnir fyrirtækja. Stjórnir fyrirtækja geta vissu- lega haft gagn af vinnu endurskoðenda vegna þeirra eigin eft- irlitsskyldu en henni er þó hvergi nærri fullnægt á þann hátt einan. Það mál er hins vegar sjáifstætt athugunarefni og utan við efni þessarar greinar. 33 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.