Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 156

Frjáls verslun - 01.08.2003, Síða 156
Spáð í spilin Spumingin til Lofts Ólafssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, er þessi: Sú hugsun hefur orðið ágengari í viðskiptalífinu að undanförnu að kaupréttarsamningar starfsmanna á hlutabréfum séu að ganga sér til húðar, ekki síst eftir að lykilstjórnendur hjá Sjóvá- Almennum ogEimskip, sem nýttu sér kauprétt á bréfum nýlega, seldu pau strax aflur. Eru kaupréttarsamningar að ganga sér til húðar? Loftur Ólafsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Nefna má að þangað til starfsmaðurinn nýtir sér kaupréttinn og greiðir fyrir bréfin hefur hann ekki hætt neinu af sínu eigin fé, og hann nýtir sér að jafn- aði ekki réttinn nema verð bréfanna á markaði sé hærra en nemur verðinu skv. kaupréttarsamn- ingnurn." Meginhugsunin að baki kaupréttarsamn- ingum er að með þeim sé hægt að gera starfsmenn að eins konar meðeigendum í rekstri viðkomandi fyrirtækis og að hags- munir þeirra fari þannig saman við hagsmuni annarra hluthafa. Vonir standa þvi eðlilega til að starfsmenn geti með vasklegri framgöngu stuðlað að verðmætisaukningu hlutabréfa, bæði hluthöfum og sjálfum sér til búbótar. Sá böggull getur þó fylgt skammrifi að það sé ekki sjálfgefið að starfsmaður, sem hefur kauprétt að hlutabréfum, hugsi eins og flestir hluthafar. Nefna má að þangað til hann nýtir sér kaupréttinn og greiðir fyrir bréfin hefur hann ekki hætt neinu af sínu eigin fé, og yfir- leitt má segja að hann taki litla áhættu þegar hann leggur loks út fé til bréfakaupanna, þvi að hann nýtir sér að jafnaði ekki réttinn nema verð bréfanna á markaði sé hærra en nemur verðinu skv. kaupréttarsamningnum. Hann getur því selt þau samtímis með áhættulaus- um hagnaði ef hann kýs svo. Kaupréttarhafi hefúr m.ö.o. aðeins hagnaðarmöguleika en enga tapsáhættu í þeim skilningi að hann hættir engu af takmörkuðu eigin fé sínu eins og flestir hluthafar hafa þurft að gera. Einnig er óvíst að starfsmaður hafi sömu afstöðu til hlutabréfa og uppbyggingar á verð- mæti þeirra og hluthafi, þótt hann hafi rétt til kaupa á slíkum bréfum. Að þvi gefnu að flestir hlutabréfaeigendur hugsi til langs tíma, sem er fráleitt sjálfgefið, og stefni að því að há- marka arðsemi af eigninni til lengri tíma þurfa kaupréttarhafarnir lika að hafa þessa langtímahugsun. Margar ástæður, og alls ekki óskynsamlegar, geta verið fyrir því að þeir hafi hana ekki. Það er reyndar umhugs- unarvert, m.a. í ljósi þess að sífellt stærri hluti fjárfesta, og fagijárfestar ekki undanskildir, lítur ekki endilega á hlutabréf sem langtíma- fjárfestingu, hvort hugsjónin um sameigin- lega langtimahagsmuni hluthafa og starfs- manna með kaupréttum sé raunhæf. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að kaupréttir eru ein tegund hvatakerfa sem ætlað er að örva frammistöðu. Meðal annarra leiða má nefna hlutdeild í hagnaði eða hags- auka, ýmis afkastahvetjandi kerii eða hlut- deild í kostnaðarhagræðingu. Rannsóknir hafa ekki bent til þess að kaupréttir hafi neina yfirburði yfir önnur kerfi hvað varðar starfs- hvatningu og frammistöðu. Það verður að vísu að viðurkennast að eins og veður skipuðust í loftí á mörgum stöðum leiddi ofuráhersla af hálfu stjórnenda á hækk- un hlutabréfaverðs til skamms tíma til þess að starfsmönnum sem áttu kauprétti blandaðist varla hugur um hvaða kerfi væri best. Það er einnig ástæða tíl að nefna í tengslum við kaup- réttarkerfi og starfshvatningu að virði kerfis- ins, ef svo má að orði komast, er kerfisbund- ið metið af því hvernig kaupin gerast á eyrinni á verðbréfamarkaði, en ekki eingöngu af rekstrarlegri frammistöðu. Það er kunnugra en frá þurfi að segja að verðþróun á hluta- bréfamarkaði getur verið letjandi fyrir fleiri en fjárfesta. Flestír vanmeta jafnframt hversu slappur hvatí hlutabréfamarkaðurinn getur al- mennt verið, en þegar horft er yfir mjög löng tímabil þá hafa tímabil afar lýrrar uppskeru oft verið mun lengri en hin frjósömu. Þeirri spurningu hvernig kaupréttarsamn- ingar virki best er tæplega hægt að svara með óyggjandi hættí. Það er vandasamt að ná því markmiði að tengja saman hagsmuni starfs- manna og hluthafa með kaupréttarsamning- um, og slik kerfi verða seint fullkomin frekar en önnur mannana verk. Ui 156
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.