Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN ER FRELSISBARÁTTAN AÐ BÍÐA SKIPBROT? „Afturhaldskommatittir“ ÞaÐ HAFA NOKKUR SKEMMTILEG ORÐ flogið að undan fömu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að einhver „símastrákur" hjá Samfylkingunni hafi verið spurður um virðisaukaskattinn - og ekki viljað lækka hann. Sagt ,jiei.“ Enginn veit hver „simastrákurinn" er. Stórtenórinn Kristján Jóhannsson kailar okkur Islendinga „sveitalubba" og er stoltur af. Loks segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra á Alþingi að Sam- fylkingin sé „afturhaldskommatittsflokkur". Eg neita því ekki að ég skellti upp úr þegar Davíð kom með þetta orð. Hann þarf ekki að biðjast afsökunar á því eins og ungir jafnaðarmenn í Vestmanna- eyjum vilja að hann geri. Frekar ættu menn að staldra við. SEM MARKAÐSHYGGJUMAÐUR hef ég hvorki haft mætur á Samfylkingunni né Vinstri grænum - og hef oftar en ekki kallað foringja þeirra gamla lopapeysukomma sem hafa staðið gegn frjálsum markaðsöflum - og verið hallir undir aukna ríkisforsjá og staðið gegn skattalækkunum. Núna setja þeir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon sig á móti áformum rfldsstjómarinnar um lækkun tekjuskatts á einstaklinga. Þar hikar Samfylkingin ekki við að ganga á bak orða sinna frá þvi í síðustu kosningum. Að vísu hefur mér bmgðið í nokkmm málum á árinu þar sem þeir Össur og Steingrímur J. hafa farið úr lopapeysunum og talað eins og frjálshyggjumenn. Það var sérstak- lega í umræðunni um flölmiðlafrumvarpið, lögin um eignarhald á Jjölmiðlum, sem þeir komu upp að mér í skoðunum. Eg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þeir hófu frelsið upp til skýjanna og mótmæltu frumvarpinu sem hefði að ósekju takmarkað athafiia- frelsi útgefenda og eigenda flölmiðla. Þar fóm sjáifstæðismenn út af sporinu og gerðust „afturhaldsseggir og afturhaldstittir“. Eg var samt aldrei almennileg viss um að hugur fylgdi máli hjá þeim Össuri og Steingrími J. i flölmiðlamálinu - hvort þeir væm á móti lögunum af prinsippástæðum eða vegna þess að það var Davíð sem keyrði þau í gegn. En skyndilega vildu þeir Össur og Steingrímur J. leyfa forríkum kaupahéðnum að fara um lendur viðskipta án íþyngjandi reglna en tala svo (Steingrímur J.) um „hagstjómarlegt glapræði" að lækka tekjuskatt á einstaklinga. AÐ VÍSU HEF ÉG EKKI MIKLAR áhyggjur af þeim Össuri og Steingrími J. Þeir em komnir í lopapeysumar aftur í umræðunni um skattalækkanimar og geta ekki unnt hinni breiðu millistétt á íslandi að greiða lægri skatta, fólki með þetta 200 til 500 þúsund á mánuði. Það segir sig sjálft að skattalækkanir koma þeim betur sem greiða skatta en þeim sem greiða enga skatta. Það er mikil ástæða til að fagna áformum ríkisstjómarinnar um skattalækkanir á einstaklinga. Ftjáls verslun hefur barist fyrir því ámm saman að tekjuskattur á einstaklinga verði lækkaður. Að visu verður hann bara lækkaður um 1 prósentustig núna um áramótin en sú lækkun verður því miður tekin strax af aftur af R-listanum sem hækkar útsvarið um leið. En það góða er að ríkis- stjómin hefur boðað að standa við kosningaloforðin og lækka tekjuskattinn um 4 prósentusig á kjörtímabilinu og afnema eigna- skattinn og hátekjuskattinn. Gott mál. ÞRÁTT FYRIR SKATI AIÆKKUNINA hef ég nokkrar áhyggjur af stjómarhermnum. Eg óttast að þar séu að verða straumhvörfi að hið aukna frelsi sem Davíð Oddsson innleiddi í íslensktviðskiptalifþegarhannvarðforsætisráðherravorið 1991 sé að bíða skipbrot Eg fæ ekki betur séð en að skoðanir „afturhalds- kommatitta“ séu að fá einhvem hljómgrunn innan ríkissljómar- innar sjálfrar. Eg nefni flölmiðlalögin, sem að visu vom afturkölluð; umræðuna um lögin gegn hringamyndun; lögin á sparisjóðina sem skerti algerlega frelsi þeirra til að sameinast hlutafélögum eða verða seldir, lögin á kennara sem njörvuðu niður hvað þeir ættu að iá í laun; lögin um að hækka verð á sterku áfengi en ekki léttu og stýra þannig neyslu fólks; lögin um 90% lán Ibúðalánsjóðs á sama tíma og bankamir sjálfir bjóða 100% lán til húsnæðiskaupa. Að vísu fóm bankamir ekki af stað með sín húsnæðislán fyrr en Ibúðalánasjóður boðaði 90% lán og gáfu út yfirlýsingu um að sú hækkun væri ekki til góðs. Síðan gengu bankamir miklu lengra! Áfram mætti telja upp mál sem striða gegn markaðshyggjunni. EÐA HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA að maður eins og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og riðskiptanefndar Alþingis, segi að frumvarpið um hækkun áfengis- og tóbaksgjalds hafi verið aígreitt á þingi með flýti til að koma í veg fyrir að almenningur stæði í biðröðum til að hamstra áfengi og tóbak? Hvað kemur honum það við hvort fólk hamstrar áfengi eða ekki? Er það hans að stýra því og stjóma biðröðum? Er það hans að stýra þvi hvort fólk drekki frekar sterkt vín eða létt vín? Er ekki hvort tveggja áfengi? Áfengisgjaldið á sterk vín var eingöngu hækkað og er það úr takt við allt sem þekkist í nágrannalöndunum þar sem verð á áfengi er almennt að lækka. Og hvað með verðteygnina? Hvað ef sala ÁTVR snarminnkar og skatttekjumar lækka þar með en hækka ekki - eins og Pétur og aðrir þingmenn gera ráð fyrir? ÞAÐ ÆTII ENGINN að hneykslast á orðum eins „aftur- haldskommatittsflokkur" eða „afturhaldskommatittir“. Þessi orð em þörf áminning - og eiga erindi rið fleiri en í fyrstu mætti ætla. Jón G. Hauksson Það ætti enginn að hneykslast á orði eins og „afturhaldskommatittir". Þetta orð er þörf áminning - og á erindi við fleiri en í fyrstu mætti ætla. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.