Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 21
FORSIÐUGREIN - UTRASIN
Hvað gerðist baksviðs í kringum kaupin á
Magasin du Nord? Hvað vantaði upp á að
félagið gengi vel? Hvemig er „strategían“ í við-
snúningnum? Hvað kunna Jón Asgeir og Birgir
Þór Bieltvedt sem Danimir kunnu ekki? Hvers
vegna að kaupa fyrirtaeki sem hefur gengið illa
og verið til sölu í nokkur ár?
Textí: Hrafiihildur Smáradóttír
t t
Myndir: Olafur Rafnar Olafsson
du Nord
Eftir að hafa velt Magasin du Nord íyrir mér í talsverðan
tíma og ráðfært mig við ýmsa aðila þá ákvað ég að
nefna þessa hugmynd mína við Jón Asgeir Jóhannesson,
forstjóra Baugs Group, í ljósi þess að hann hefur sterk alþjóðleg
viðskiptasambönd sem og reynslu af smásölu. Þá kom í ljós að
forsvarsmenn Magasin höfðu áður verið í sambandi við Baug
varðandi kaup á húsnæði Magasin. Þetta gerði það að verkum
að það var auðveldara fyrir okkur að ræða kosti og galla þessa
verkefnis."
Þetta segir Birgir Þór Bieltvedt, eigandi B2B Holding ehf,
en það félag hefur ásamt Baugi Group og Straumi flárfestingar-
banka, fest, í gegnum sameiginlegt fjárfestingarfélag, kaup á 69%
hlut í Magasin du Nord í Danmörku fyrir 338 milljónir danskra
króna eða tæpa 4 milljarða íslenskra króna. Félögin þrjú hafa að
auki tryggt sér 5% til viðbótar, en þau stefna að því að kaupa allt
hlutaféð í félaginu á sem samsvarar um 490 milljónum danskra
króna eða ríflega 5,7 milljörðum íslenskra ki'óna.
Kaupin fela einnig í sér að fjárfestamir hafa rétt til að kaupa
13% til viðbótar frá sjóði sem stofnaður var í nafni upphaflegra
eigenda Magasin og því má segja að þeir hafi tryggt sér um 87%
hlut. Enn hefur ekki verið sent út formlegt kauptilboð til allra
hluthafa en nýir eigendur vonast til þess að búið verði að ganga
frá kaupunum fyrir næstu áramót. Að því loknu hyggjast þeir
afskrá félagið af dönskum hlutabréfamarkaði.