Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 25
Birgir Þór Bieltvedt. Hann á yfir 90% í félögunum sem reka Domino's á íslandi. í Danmörku og Svíþjóð.
1 B ” « ^
i
IL. ■ —er^—v —
W 1 S ’v fk M
Hver er
Birgir Þór Bieltvedt?
Birgir Þór Bieltvedt er fæddur árið 1967 í Reykjavík.
Hann ólst upp í hópi þriggja systkina í Austurbæ Reykja-
víkur til tólf ára aldurs þegar flölskyldan flutti í Vestur-
bæinn. Foreldrar Birgis eru Elin Guðmundsdóttir Bieltvedt
og Óli Anton Bieltvedt II og eru þau búsett í Hamborg í Þýska-
landi. Unnusta Birgis er Eygló Björk Kjartansdóttir, stjómmála-
fræðingur. Þau eiga sarnan tvö 2 böm; Birgi Þór 5 ára og Önnu
Karínu 2 ára. Birgir á einnig dóttur úr fyrra sambandi sem
heitir Stella Rín og er 11 ára.
Birgir gekk í Landakotsskóla, þá Hagaskóla og lauk
stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands árið 1987. Að námi
loknu hélt Birgir til náms við Parsons School of Design í New
York þar sem hann stundaði nám í markaðsfræðum og hönnun
og lauk námi 1992.
Þá flutti Birgir Þór aftur til íslands og hóf samvinnu við
hóp íjárfesta, skipaða, Skúla Þorvaldssyni, bræðmnum Jóni
og Sigurði Gísla Pálmasonum og Siguijóni Sighvatssyni. Þeir
stofnuðu félagið Futura hf. en tilgangur félagsins var að finna
og setja upp ,franchise“ útibú á íslandi og í Skandinavíu. Arið
1993 hófu þeir rekstur Domino's Pizza og settu „heimsmet" í
sölu pizza.
Futura fékk sérleyfissamning fyrir rekstur Domino's í
Danmörku og Svíþjóð árið 1997. Birgir á núna yfir 90% í félög-
unum sem reka Dominós á Islandi, Danmörku og Svíþjóð.
Hann byrjaði sem framkvæmdastjóri Domino's á Islandi og
fluttist síðan út til Danmerkur árið 1997 og hefur rekið
Domino's í Danmörku síðan. Hann keypti meirihluta í félaginu
árið 2002 ásamt sérleyfissamningi fyrir Svíþjóð. Þá fjárfesti
Birgir fyrr á þessu ári enn frekar í Domino's Pizza á Islandi og
á yfir 90% í því félagi.
Markmið Birgis er að opna um 3040 staði í Danmörku og
50-60 staði í Svíþjóð.H!]
25