Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 40
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON:
Bonus Stores: „Dýrt námskeið“
í anda Bónusar Stöðu Baugs í dag sagði Jón Ásgeir um
margt ekki ósvipaða því sem var árið 1989 þegar hann var
með föður sínum að koma Bónus á laggirnar. Nú - sem þá
- væri unnið í anda sömu hugmyndafræði; það er að hugsa
sem smásali, meta árangur hvers dag fyrir sig, og breyta
samkvæmt því. Hann sagði að einfaldleikinn væri þýðingar-
mikill. „Hjá Bónus náðum við árangri með því að hugsa ein-
falt. Það var lykilforskot okkar þá - og nú,“ sagði Jón Ásgeir.
I rekstri Haga - til dæmis - liggi 95% allra rekstrartalna dags-
ins fyrir um hádegi næsta dag og eftir því sé kúrsinn stilltur.
Sömuleiðis skapi það fyrirtækinu forskot að vera ekki skráð
á markaði, enda steli slíkt miklum tíma frá forstjórum sem
betur megi nýta til annars.
„I Bretlandi er orðspor okkar þannig að við þykjum orð-
heldnir í því sem við tökum okkur fýrir hendur, en fyrst
og síðast mjög snöggir til ákvarðana og að ljúka málum.
Á stærri mörkuðum telja menn það lykilatriði," sagði Jón
Ásgeir um landvinninga Baugs í Bretlandi sem byijuðu með
samstarfi Debenhams og Arcadia. Þar hefðu Baugsmenn
kynnst því, að markaðurinn var undirlagður miðað við stöð-
una hér. „Uti grípa menn fyrir andlitið þegar þeir heyra um
verðlagningu á hlutabréfamarkaðnum hér. Skilja ekkert í
því hvernig jafn lítill markaður og hér getur staðið undir
jafn háu verði.“
Sem vænta mátti vakti erindi Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar eftirtekt og þar leyndist
raunar stór fréttapunktur. Hann greindi
frá hugsanlegum kaupum Baugs á bresku
verslunarkeðjunni Big Food Group. Gengju
þau kaup eftir yrði Baugur stærsta einkafýrir-
tæki í Bretlandi, með 700 milljarða króna
veltu. Um þessar mundir er unnið að áreiðan-
leikakönnun, en að sannreyna allar upplýs-
ingar sagði Jón Ásgeir afskaplega mikilvægt.
I því sambandi vitnaði hann til kaupa Baugs á
Bonus Dollars Stores, sem hefði verið „dýrt námskeið" eins
og hann komst að orði.
„Það var fyrirtæki sem við fórum mjög hratt í, en að
gera þar ekki ítarlega áreiðanleikakönnun er lykilatriði sem
við myndum aldrei klikka á í dag. Það er alveg sama hve
snöggur þú ætlar að vera, þú þarft alltaf að hafa tiltækar
með ákveðinni vissu ákveðnar upplýsingar um rekstur fyrir-
tækisins," segir Jón Ásgeir.
Hann sagði mikilvægt að viðsnúningur á rekstri fýrir-
tækja tæki ekki of langan tíma. Þó að fýrirtækin séu lítil geti
slíkt á stundum verið langtímaverk. Einmitt til að varast
slíkt væri mikilvægt að hafa nákvæmar upplýsingar fyrir-
liggjandi.
Jón Ásgeir: Nú - sem þá
- er unnið í anda sömu
hugmyndafræði; það er að
hugsa sem smásali, meta
árangur hvers dags fyrir
sig, og breyta samkvæmt
því. Einfaldleikinn er
þýðingarmikill og gefur
forskot.
Þörf fyrir ögrandi verhefni Um
fjárfestingar Baugs á íslandi sagði
Jón Ásgeir þær í grunninn vera smá-
sölurekstur, fasteignir og ijölmiðlar
„og ýmis smærri mál,“ eins og hann
komst að orði. Stjórnendur félagsins
hefðu skilgreint efnahagsreikninginn
þannig að einu prósenti skyldi veija til
ýmiss konar menningartengdra verk-
efna. Slíkt væri nauðsynlegt, enda
komi þau í einhverri mynd til með að
geta skilað arði á komandi tíð.
Baugsmenn hefðu raunar áhuga á fjárfestingum á fleiri
sviðum en þeir hefðu verið á til þessa. Lærdómsríkt væri
að kynnast nýjum viðfangsefnum og endaði Jón Ásgeir tölu
sína með hvatningu til fundarmanna um að senda sér tölvu-
póst ef þeir hefðu áhugaverðar hugmyndir um viðskipta-
tækifæri. Baugur væri fyrirtæki sem hefði þörf fýrir ögrandi
viðfangsefni.H3
Birna Einarsdottir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála
íslandsbanka. „Grunnurinn að því að vera leiðandi á markaði
er að hafa alltaf eitthvað nýtt fram að færa.“
40