Frjáls verslun - 01.10.2004, Qupperneq 61
auglýsir Domino's
Domino's hefur notað Færeying til að auglýsa pítsur. Hann hefur vakið mikla athygli.
Maðurinn heitir Emst Sumberg Olsen, og hefur verið framkvæmdastjóri Vestnorræna
ráðsins á Islandi. Auglýsingamar með honum hafa svínvirkað!
Texti: Geir A. Guðsteinsson Myndir: Geir Olafsson o.fl.
Pítsuóður Færeyingur, Jógvan Jakobsen, hefur undan-
farin misseri vakið stormandi lukku sjónvarpsáhorf-
enda þar sem hann dásamar Domino's pítsur. í fyrstu
auglýsingunum kemur hann til Islands til þess að borða sem
mest af pítsum þar sem þær fást ekki í Færeyjum. Síðan fer
hann að vinna við pítsugerð, og er loks orðinn starfsmaður
mánaðarins.
Afar fyndnar auglýsingar sem gera það að verkum að
nánast allir vita hvað Færeyingurinn er að auglýsa, þ.e.
Domino's pítsur, og þá er tilganginum náð, ekki satt?
Þess eru jafnvel dæmi að krakkar hafi gert sér ferð á
sölustað Domino's pítsa og spurt hvort Færeyingurinn sé
að vinna, enda hanga víða uppi myndir af honum á sölustöð-
unum sem manni mánaðarins!
En hver er þessi maður sem hefur gert svo stormandi lukku
í íslensku Sjónvarpi? Hann er að sönnu Færeyingur,
heitir Ernst Sumberg Olsen, og hefur verið framkvæmda-
stjóri Vestnorræna ráðsins á Islandi. Hann er nú fluttur til
Danmerkur.
Hann hefur haft ákaflega gaman af því að leika í þessum
auglýsingum, Islendingar og Færeyingar hafi gaman af því að
skemmta sér saman, og það sé bara gaman ef Norðurlanda-
þjóðirnar allar geri svolítið grín hver að annarri!
Ernst Sumberg hafði fram til þessa alls ekki leikið neitt, en
hefur játað að eftir þetta góða en óvænta gengi kitli það hann
svolítið að leika meira, en bara svolítið!
smjörsöluna. Ég hafði engar væntingar um það að þetta
gengi jafn vel og raunin varð á. Færeyska hugmyndin var
ein af 5 hugmyndum auglýsingastofunnar, en hún snerist
um Færeying sem kæmi til Islands, alveg pítsa-sjúkur, og
dómínerandi karakter.
Þetta átti alls ekki að vera lítillækkandi fyrir Færeyinga,
heldur svolítill orðaleikur sem sýndi hvernig þeir snúa
ýmsu á hvolf miðað við hvað við hugsum og segjum. En það
átti alls ekki að gera lítið úr Færeyingum og er alls gert.
Fordómum Islendinga gegn útlendingum er jafnvel
snúið svolítið á haus. Þetta er ódýr herferð, fáir og óþekktir
leikarar. Við leituðum til Færeyingafélagsins og báðum
um Færeyinga, við vildum hafa Færeyinga til að leika í
auglýsingunni.
Við fengum þennan Emst Sumberg Olsen hjá Vestnor-
ræna ráðinu sem reyndist hafa geysilega leikarahæfileika,
langt umfram það sem nokkur hafði þorað að vona. Auglýsing-
amar áttu að verða 5 eða 6 í upphafi, en þær em orðnar 30,
en þær hafa ekki allar birst ennþá. íslendingar hafa gaman
af gálgahúmor, en kímnigáfa þeirra er líkari þeirri bresku en
bandarísku," segir Þórarinn Ævarsson.
Pítsur fyrir 2 milljarða króna Þórarinn segir að herferðin
hafi skilað miklu betri árangri en nokkur hafi þorað að vona
í upphafi, og fyrirtækið fengið gríðarlega mikla umfjöllun út
á hana. Nú sé svo komið að fólk brosi þegar það sjái Emst
Olsen með þetta skegg og í þessum galla, og allir viti hvað
hann sé að auglýsa séu þeir spurðir að því. Söluaukning sé
mjög áþreifanleg og jákvæðni gagn-
vart fyrirtækinu hafi farið mjög vax-
andi.
Domino's vildi gera margar ódýrar
auglýsingar með Færeyingnum, og
það tókst. En auðvitað verða þessar
auglýsingar „þreyttar" og hugmyndin
er að láta Færeyinginn fljúga hingað
nokkmm sinnum á ári, það er auð-
Vildi eignast fyndna Domino's fígúru Þórarinn
Ævarsson, næringarfræðingur og framkvæmda-
stjóri Domino's, segir að fyrir um tveimur ámm
hafi fyrirtækið talið sig hafa efni á þvi að auglýsa í
sjónvarpi, og hann hafi í því augnamiði snúið sér
að auglýsingastofunni Vatíkaninu.
„Ég sagði við þá að ég ætti mér þann draum
að eignast fyndna Domino's fígúm, sambæri-
lega við þá sem Helga Braga er fyrir Osta- og
„Ég sagði við auglýsinga-
stofuna að ég ætti mér
þann draum að eignast
fyndna Domino's fígúru,
sambærilega við þá sem
Helga Braga er fyrir Osta-
og smjörsöluna."
61