Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 79
1
Koma
Indverski jólasueinninn
Þegar við flölskyldan bjuggum í Ameríku fyrir flórtán árum ákváðu
foreldrar mínir að gefa bömunum okkar leikfangabíl sem þau gátu
setíð í og keyrt um í garðinum. Bíllinn var fyrirferðarmikill og var
ákveðið að finna einhvem til að koma í hlutverki jólasveinsins með bílinn
á aðfangadagskvöld," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmda-
stjóri innlendra flárfestinga hjá Baugi.
„Það vom ekki margir sem hægt var að leita tíl með sllkt á jólunum.
Indverskur skólafélagi minn og vinur var þó til í tuskið, enda var hann
ekki mikið í jólahugleiðingum og aðfangadagskvöld eins og hvert annað
kvöld í hans huga. Honum var kennt hvemig jólasveinar ættu að hegða
sér þegar þeir færðu bömum gjafir og við létum hann hafa jólasveina-
húfu. A aðfangadagskvöld kom hann svo keyrandi með bílinn í skottinu.
Það var óborganlega fyndið þegar jólasveinninn kom hrópandi hóhóhó
með indverskum framburði. Bömin vom alsæl með bílinn. Þau sáu ekki
kómísku hliðina á þessu - en við foreldramir og jólasveinninn sjálfur
höfum síðan haft gaman af þessari endumiinningu."®]
Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri
hjá Baugi.
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki.
Bað um saltfisk
á jólunum
egar ég var strákur að alast upp austur á Reyðaifirði
gerðist það stundum að ég fékk saltaða skötu með
tólg út á. Man líka eftir því að hafa fengið stundum
svona skötu þegar ég kom suður til Reykjavíkur í skóla.
Skatan var afskaplega góður matur, en í seinni tíð er ég
voðalega lítill skötumaður og hef ekki borðað hana lengi,“
segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauðárkróki.
„Síðan hefur mér alltaf fundist sólþurrkaður saltfiskur vera
algjört sælgætí og þá sérstaklega þunnildin. I foreldrahúsum
gerði ég stundum að tillögum minni að fá hann í jólamatinn,
þó reyndin yrði að vísu aldrei sú,“ segir Þórólfur, sem segir
að í dag ríki sú hefð hjá sér og sínum að hafa alltaf skag-
firskt hangikjöt á borðum á jóladag. „Yið höfum hins vegar
ekki haft þetta alveg jafn niðumeglt á aðfangadagskvöld. Þá
höfum við stundum verið með lambakjöt en líka hamborgar-
hrygg, sem er einn vinsælastí jólamatur íslendinga.“[I]
79