Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 80

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 80
Bakarameistarinn rekur vinsælar verslanir. Flagg- skipið er í Suðurveri. Mikið úrval af brauðum og kökum, í takt við breyttar neysluvenjur. Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. BAKARAMEISTARINN: Hollusturéttirnir vinsælir Fólk gerir margfalt meiri kröfur nú til bakaría og vöruúrvals þeirra en áður. Við höfum kostað kapps að standa undir þeim kröfum og höfum jafnframt aukið við framleiðslu okkar jafiit og þétt, jafnframt því að fjölga verslunum okkar. Vöxturinn í starfseminni er tvímælalaust í skyndiréttunum; til dæmis smurðu brauði sem fólki þykir þægilegt að grípa með sér, til dæmis í hádeginu. Fólk leggur áherslu í dag á að velja slíka hollusturétti, sem er alveg i takt við breyttar neysluvenjur þjóðarinnar," segir Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans í Suðurveri. Fjórar verslanir Bakarameistarinn hóf starfsemi sína árið 1977. Strax þá var sleginn nýr tónn í matarmenningu þjóðarinnar, svo sem með þvi að setja á markaðinn ýmiss konar matarmeiri brauð en áður höfðu fengist hér á landi. Var þar einkum stuðst við þýskar fýrirmyndir. Lengi framan af hafði úrval íslenskra bakaría takmarkast við fransk-, heilveiti- og normalbrauðs. Brautin fyrir nýjungar var rudd og í dag eru í framleiðslu hjá Bakarameistar- anum alls sextán brauðtegundir af ýmsum toga. Framleiðslan, til að mynda á kökum og slíku, er þó mun fjölþættari því að fram- leidd eru nærfellt 400 vörunúmer. Bakarameistarinn í Suður- veri er fyrirtæki í ffemstu röð á sínu sviði. Nýjustu tækni er beitt, sem hefur gjörbreytt öllu vinnuumhverfinu, og sömu- leiðis er hægt að bjóða ýmsar nýjungar í framleiðslu og vöru- úrvali. „Við endurskipulögðum allan reksturinn fyrir um áratug og settum okkur háleit markmið, sem hafa nánast öll gengið eftir. Verslunin hér í Suðurveri var til dæmis orðin alltof lítil og við stækkuðum hana um helming. Hluti af þessari stefnu var jafnframt opnun verslunar í Mjódd og í kjölfarið hafa komið aðrar slíkar í Glæsibæ og Húsagagna- höllinni. Allar þessar verslanir hafa dafiiað vel og vaxið hraðar en við væntum nokkru sinni,“ segir Vigfús - og segir frekari landvinninga í skoðun. lakökurnar góðu Suðurver er þó tvímæla- laust flaggskip verslananna Ijögurra; þar er landsins stærsta afgreiðsluborð og opnað á hveijum morgni klukkan hálf sjö. „Bakara- meistarinn er blanda af bakaríi, konditori, kaffihúsi og skyndibitastað og jafnvel þetta allt í senn,“ segir Vigfús. Þegarjólinnálgasterannatímihjábökurunum, enda kjósa margir í önnum daganna að kaupa jólabakkelsi sitt hjá Bakarameistaranum fremur en standa sjálfir í bakstri. Fyrir hátíðina bakar fyrirtækið meðal annars enska jólaköku, þýskt Stollen jólabrauð og hnoðaðar lagtertur. En síðast en ekki síst skal nefna ekta handgerðar íslenskar smákökur af tíu sortum, svo semkúrenukökur, marenstoppa, gyðingakökur, súkkulaðikökur og brúna möndlukubba, svo að eitthvað sé nefnt.H!l 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.