Frjáls verslun - 01.10.2004, Qupperneq 84
&
lin
teoma
Jón Norland,
framkvæmdastjoH
Smith & Norland hf.
Kæliskápur með sjónvarpi
VÍð höfum á þessu ári komið með ýmsar
athyglisverðar nýjungar í vöruframboði
okkar,“ segir Jón Norland, framkvæmdasljóri
Smith & Norland. Góður gangur hefur verið í
rekstri fyrirtækisins undanfarið, en það er velþekkt
fyrir að vera Siemens-umboðið á Islandi jafnifamt
því að hafa umboð fyrir ýmis fleiri þekkt vörumerki.
fy'ónusta fyrirtækisins við rafmagnsmarkaðinn er annars mjög
fjölbreytt, þar sem viðskiptavinir þess eru jatht almenningur að
kaupa heimilistæki upp í orkufyrirtæki að festa kaup á mikil-
vægum og flóknum rafbúnaði á sínu sviði.
Kæliskápur með Sjónvarpi Smith & Norland er eitt af
grónari fyrirtækjum landsins og á sér margra áratuga sögu, en
það er til húsa að Nóatúni 4 í Reykjavík.
„Aðstæður á þessu ári hafa verið góðar og virðist útkoman
hjá okkur ætla að verða vel viðunandi. Heimilistæki seljast vel
og sömuleiðis hafa miklar byggmgaframkvæmdir, einkum á
Stór-Reykjavflcursvæðinu, haft það í för með sér að sala á raf-
lagnaefni hefur verið góð. Það segir víða til sín I viðskiptum
þegar byggðar eru um 3000 nýjar íbúðir eins og í ár. Virkjana-
og stóriðjuframkvæmdir auka viðskiptin jafnframt því sem sala
á ýmiss konar lækningatækjum hefur verið með meira móti.
Þar nefni ég einkum sölu á tveimur segulómtækjum, annars
vegar til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hins vegar til
Landspítalans í Fossvogi. Þetta eru tæki frá Siemens af full-
komnustu gerð og mjög ánægjulegt fyrir fyrirtæki okkar að
taka þátt í þessu verkefni," segir Jón Norland.
Þegar rætt eru um athyglisverðar nýjungar á neytenda-
markaði á árinu, nefnir Jón, að frá Siemens séu nú komnir
kæliskápar með innbyggðu sjónvarpstæki. „Eg hef trú á því
að ýmsum kunni að þykja þægilegt að hafa einn slíkan í eld-
húsinu og skáblína á hann um leið og morgunkomið er snætt
eða soðni liskurinn hesthúsaðin- um kvöldið. Sömuleiðis tókum
við fyrir stuttu í sölu nýja skyrtustrauvél frá Siemens, sem
ber engilsaxneska nafnið „ironMan“ og
vakið hefrir mikla athygli. Jámkarlinn er
klæddur í strauraka skyrtuna og heitu lofti
blásið inn í hann. Með því móti rétta efnis-
þræðimir úr sér og skyrtan verður þurr
og slétt á um tíu mínútum. Fyrir skyrtu-
klædda athafnamenn í tímaþröng er þetta
tæki sannkallað þarfaþing. Ef vikið er að öðrum heimilistækjum
sjáum við að spanhelluborð verða sífellt eftirsóttari og svo má
ég vitaskuld ekki gleyma að nefna þvottavélina og þurrkarann
frá Siemens, sem við höfum afhent með íslensku stjómborði,
og selst hafa eins og heitar lummur eða, ættum við kannski að
segja á nútímamáli, eins og Dominos flatbökur."
Sérfræðingar í rafmayni Eins og flestir vita er Siemens eitt
af forystufyrirtækjunum í framleiðslu búnaðar á fjarskiptasviði.
„Símamarkaðurinn hefur breyst talsvert undanfarin ár. Þegar
GSM-larsímamir komu snerist krafa markaðarins um sífeflt léttari
og nettari síma, en nú hala þeir hins vegar náð vissum mörkum að
því leyti. Þess í stað gerir fólk kröfiir um að fá síma með stórum
og skýrum skjá, með myndavél og að símamir hafi möguleika á
gagnvirkum samskiptum við Netið. Hvað fastíinusímana varðar er
það nýtt að nú má brátt fara að nota þá til að senda smáskilaboð
rétt eins og farsímana Slflct hefur ekld verið í boði hérlendis fram
að þessu, en Síminn mun bjóða þessa þjónustu innan tíðar.“
Jón Norland segir Smith & Norland leggja metnað sinn í
að veita viðskiptavinum sínum alhliða og heildstæðar lausnir í
rafmagnsmálum. „Við emm sérfræðingar í flestu því sem við-
kemur rafinagni, hvort sem um er að ræða rör, dósir, rofa, vír,
lampa og pemr, flókinn rafeindabúnað, vöfflujám eða virkjanir,
svo að eitthvað sé nefnt, enda er meginþorri starfsfólks okkar
sérmenntaður á þessu sviði, þar sem áhugasvið þess liggur jafn-
framt Slflct ætti ekki heldur að koma á óvart, þvi að rafmagn er
býsna spennandi - að ekki sé talað um allan þann nýja rafbúnað
sem komið hefur fram í seinni tíð.“'33
Góður gangur hjá
Smith & Norland hf.
Nýjungar í vöruframboði
á neytendamarkaði.
Virkjanabúnaður og
lækningatæki.
84