Frjáls verslun - 01.10.2004, Blaðsíða 96
VÍð kaup atvinnutækja, sem geta verið allt
frá skrifstofubúnaði upp í fasteignir, býður
Glitnir upp á ijóra möguleika í Jjármögnun,
það er ijármögnunarleigu, kaupleigu, rekstrar-
leigu og ijárfestingalán. Leiguformin eru mjög í
sókn, enda þykja aðilum í dag ekki öllu skipta
hvort þeir eiga eða leigja hlutina. Það viðhorf
að þurfa að eiga hlutina er á hröðu undanhaldi,
en sé fólk á þeirri línu eru fjárfestingalán okkar
góður kostur," segir Þórður Kr. Jóhannesson,
aðstoðaríramkvæmdarstjóri Glitnis.
Margir hjósa rekstrarleígu Kostír Oánnögn-
unarleigu eru, að sögn Þórðar, að viðskipta-
vinur gjaldfærir leigugreiðslur á samningstíma
og getur hugsanlega nýtt sér skattalegt hagræði
ef samningstími er styttri en afskriftartími tækis. Kaupleiga er
aftur meðhöndluð í bókhaldi eins og hefðbundið lán, það er
eignfært og afskrifað samkvæmt skattalögum og fær viðskipta-
vinur því allar afskriftír af tækinu. Mjög margir kjósa rekstrar-
leigu um þessar mundir þar sem þjónusta og viðhald er innifalið
í leigugreiðslu en viðskiptavinur skilar síðan bílnum í lok samn-
ingstíma tíl bifreiðaumboðsins.
Samningar og lán Glitnis geta ýmist verið í erlendri mynt-
körfu eða íslenskum krónum, ellegar, eins og margir kjósa, að
dreifa áhættu og vera með sambland af íslenskum krónum og
erlendri myntkörfu.
„Fyrir einstaklinga er boðið upp á gott vöruúrval en þar
bjóðum við upp á bílalán, bílasamninga og einkaleigu sem
er í raun rekstrarleiga iýrir einstaklinga. A sama hátt og iýrir
rekstraraðila er boðið upp á að viðmiðun sé tengd erlendri
myntkörfu, íslenskum krónum eða sambland af þessu tvennu,"
segir Þórður.
Glitnir býður upp á
fjóra möguleika í
fjármögnun, það er
fjármögnunarleigu,
kaupleigu, rekstrarleigu
og fjárfestingalán.
Þórður Kr. Jóhannesson, aðstoðar-
framkvæmdarstjóri Glitnis.
Fjárfest undir árslok Myntkörfur
í bílalánum og bílasamningum bera
nú um 4,2% vextí en 6,5% miðað við
íslenskar krónur. „Séum við hins vegar að tala um myntkörfu-
lánin sem eru tíl helminga sambland af þessu tvennu eru
vextimir um 5,4%. Yið bjóðum upp á bílaijármögnun sem er
sett saman úr flórum erlendum myntum, sem endurspegla
vel samsetningu íslensku myntkörfunnar. Með þessu er búið
að minnka gengisáhættu milli erlendra mynta, en eftír situr
hættan á veikingu íslensku krónunnar," segir Þórður. - Bætir
við að reynslan af samsettum lánum sé góð, enda jafni þau áhrif
vísitölubreytinga á íslensku krónuna og áhrif gengisbreytínga
erlendra mynta.
„Fyrir aðila í rekstri getur reynst góður kostur að fara í ijár-
festingar undir árslok. Slíku getur oft iýlgt skattalegt hagræði
með því að skapa sér frádráttarbæran kostnað. Hins vegar eru
oft umtalsverðar kröfur útistandandi og peningamir ekki hald-
bærir og við slíkar kringumstæður er ijármögnun irá okkur
hentug til að brúa bil og mæta aðstæðum," segir Þórður Kr.
Jóhannesson að síðustu.33
1
koma
GLITNIR:
Eiga
eoa leigja
atvinnu-
tæki?
96