Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 103

Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 103
1 ieoma Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Islandsbanka. J ÓLAMATURINN: Jolapiparkökuhús á Þorláksmessu w Eg játa það fúslega að vera hálfgerður jólasveinn,“ segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri íslands- banka. „Um jólin er ég í essinu mínu. Með tímanum hefur spenningur jólanna færst frá gjöfunum að öðrum þáttum, svo sem mat. A mínu heimili eru hefðimar í hávegum hafðar um jólahátíðina. Allt hefst þetta á Þorláksmessu en þá baka konumar á heimilinu jólapiparkökuhús sem stendur svo á viðhafnarstað jólahátíðina á enda. Það er leitt frá því að segja en húsið endar glæstan feril sinn að mestu leyti í ruslinu, því eftir að hafa glatt augu gesta og gangandi dögum saman er það heldur hart undir tönn. Þar með hafa konumar lokið sínu hlutverki hvað matseld varðar fram yfir hátíðir og ég tek við. A aðfangadag safnast stórijölskyldan saman þar sem jafnan er leitað í hefðir með laxi í forrétt, sem húsbóndinn hefur dregið í bú af miklu harðfylgi og látið grafa eftir kúnstarinnar reglum. Síðan er boðið upp á hamborgarhrygg. Þar næst tvenns konar eftir- rétt, tobleroneís þykir ómissandi og ananasfromage sem tengdó á heiðurinn að. Þessu er skolað niður með malti og appelsíni. Að síðustu, þegar pakkaijallið hefur verið sigrað, em bornar fram kökur og heitt súkkulaði með rjóma. Síðan tekur við bóklestur fram á rauðanótt. Allt þetta er unaðslegt tilhlökkunarefni vikum saman,“ segir Jón Þórisson.®] BERNSKUJÓLIN: Jólaminning af Jökuldal Ef til vill hljómar undarlega en ég man aldrei eftir því að hafa farið í verslun fyrir mín bemskujól. Það varð ekki fyrr en ég var komin á unglingsárin. Eg er alin upp á bænum Grund á Jökuldal, en gjaman fór faðir minn á vélsleða í Egilsstaði eina ferð fyrir jólin og gat þá keyrt á fannhvítum breiðum alla leið. Enda var þetta á þeim ámm þegar snjóalög og vetrar- ríki var margfalt meira en nú er,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Islands. „Þegar pabbi kom aftur heim fylgdi honum oft þessi dásamlega eplalykt sem ég minnist enn í dag. Að flytja hins vegar gosflöskumar, sem þá vom bara til í gleri, á vélsleðakerru í miklum gaddi gat verið varhugavert. Stundum frostspmngu þær, þannig að við fengum ekkert eða lítið af gosi þau jólin.“ Stefanía segir að því farið fjarri að fólk hafi verið eitthvað afskekkt eða einangrað, þó svo innanverður Jökuldalur liggi utan alfaraleiða. „Það sem ég minnist er þessi dásamlega kyrrð sem var yfir öllu á jólunum og samvera fjölskyldunnar. En auðvitað var sér líka margt til gamans gert, svo sem að halda jólaboð fólks á samliggjandi bæjum. Þar skemmtu sér allir saman og kynslóðabilið var ekki til. Einnig var spilað mikið og þá alltaf bridds og þar vom allir settir við spilaborðið sem gátu lesið spil í sundur.“ Gmnd á Jökuldal er mikil hlunnindajörð og þangað má sækja í hreindýr, gæs og ijúpu. Stefanía segir að fyrir vikið hafi villibráð gjaman verið á borðum sem hvunndagsmatur. A aðfangadagskvöld hafi gjaman verið borið fram hangikjöt eða lambasteik og þótti vera hinn sanni hátíðarmatur. „Eg fékk svo oft hreindýrakjöt þegar ég var bam að mér finnst það í dag alls ekki vera hátíðarmatur en hef núna mikla unun að matreiða það fyrir gesti mína,“ segir Stefanía sem hefur nú, að ósk dætra sinna, hamborgarhrygg á borðum á aðfanga- dagskvöld. „Það sem mér finnst hins vegar skipta mestu er þessi friður yfir öllu sem fylgir jólunum og hátíðarstemning, en jólagleðin vaknar alltaf með mér þegar ég heyri jólakveðjumar lesnar á Rás 1 á Þorláksmessu. Að hlusta á þær er siður sem ég ólst upp við heima á Gmnd á Jökuldal og er nokkuð sem ég get ómögulega verið án þegar verið er verið er að leggja lokahönd á að skreyta heimilið." HD Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektorTækni- háskóla íslands. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.