Frjáls verslun - 01.10.2004, Qupperneq 103
1
ieoma
Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Islandsbanka.
J ÓLAMATURINN:
Jolapiparkökuhús
á Þorláksmessu
w
Eg játa það fúslega að vera hálfgerður jólasveinn,“
segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri íslands-
banka. „Um jólin er ég í essinu mínu. Með
tímanum hefur spenningur jólanna færst frá gjöfunum
að öðrum þáttum, svo sem mat. A mínu heimili eru
hefðimar í hávegum hafðar um jólahátíðina. Allt hefst
þetta á Þorláksmessu en þá baka konumar á heimilinu
jólapiparkökuhús sem stendur svo á viðhafnarstað
jólahátíðina á enda. Það er leitt frá því að segja en
húsið endar glæstan feril sinn að mestu leyti í ruslinu,
því eftir að hafa glatt augu gesta og gangandi dögum
saman er það heldur hart undir tönn. Þar með hafa
konumar lokið sínu hlutverki hvað matseld varðar
fram yfir hátíðir og ég tek við.
A aðfangadag safnast stórijölskyldan saman þar
sem jafnan er leitað í hefðir með laxi í forrétt, sem
húsbóndinn hefur dregið í bú af miklu harðfylgi og
látið grafa eftir kúnstarinnar reglum. Síðan er boðið
upp á hamborgarhrygg. Þar næst tvenns konar eftir-
rétt, tobleroneís þykir ómissandi og ananasfromage
sem tengdó á heiðurinn að. Þessu er skolað niður
með malti og appelsíni. Að síðustu, þegar pakkaijallið
hefur verið sigrað, em bornar fram kökur og heitt
súkkulaði með rjóma. Síðan tekur við bóklestur fram
á rauðanótt. Allt þetta er unaðslegt tilhlökkunarefni
vikum saman,“ segir Jón Þórisson.®]
BERNSKUJÓLIN:
Jólaminning af Jökuldal
Ef til vill hljómar
undarlega en ég
man aldrei eftir því
að hafa farið í verslun
fyrir mín bemskujól. Það
varð ekki fyrr en ég var
komin á unglingsárin.
Eg er alin upp á bænum
Grund á Jökuldal, en
gjaman fór faðir minn á
vélsleða í Egilsstaði eina
ferð fyrir jólin og gat
þá keyrt á fannhvítum
breiðum alla leið. Enda
var þetta á þeim ámm
þegar snjóalög og vetrar-
ríki var margfalt meira
en nú er,“ segir Stefanía
Katrín Karlsdóttir, rektor
Tækniháskóla Islands.
„Þegar pabbi kom aftur
heim fylgdi honum oft þessi dásamlega eplalykt sem ég minnist
enn í dag. Að flytja hins vegar gosflöskumar, sem þá vom bara
til í gleri, á vélsleðakerru í miklum gaddi gat verið varhugavert.
Stundum frostspmngu þær, þannig að við fengum ekkert eða lítið
af gosi þau jólin.“
Stefanía segir að því farið fjarri að fólk hafi verið eitthvað afskekkt
eða einangrað, þó svo innanverður Jökuldalur liggi utan alfaraleiða.
„Það sem ég minnist er þessi dásamlega kyrrð sem var yfir öllu á
jólunum og samvera fjölskyldunnar. En auðvitað var sér líka margt til
gamans gert, svo sem að halda jólaboð fólks á samliggjandi bæjum.
Þar skemmtu sér allir saman og kynslóðabilið var ekki til. Einnig var
spilað mikið og þá alltaf bridds og þar vom allir settir við spilaborðið
sem gátu lesið spil í sundur.“
Gmnd á Jökuldal er mikil hlunnindajörð og þangað má sækja
í hreindýr, gæs og ijúpu. Stefanía segir að fyrir vikið hafi villibráð
gjaman verið á borðum sem hvunndagsmatur. A aðfangadagskvöld
hafi gjaman verið borið fram hangikjöt eða lambasteik og þótti vera
hinn sanni hátíðarmatur. „Eg fékk svo oft hreindýrakjöt þegar ég var
bam að mér finnst það í dag alls ekki vera hátíðarmatur en hef núna
mikla unun að matreiða það fyrir gesti mína,“ segir Stefanía sem
hefur nú, að ósk dætra sinna, hamborgarhrygg á borðum á aðfanga-
dagskvöld. „Það sem mér finnst hins vegar skipta mestu er þessi
friður yfir öllu sem fylgir jólunum og hátíðarstemning, en jólagleðin
vaknar alltaf með mér þegar ég heyri jólakveðjumar lesnar á Rás 1 á
Þorláksmessu. Að hlusta á þær er siður sem ég ólst upp við heima á
Gmnd á Jökuldal og er nokkuð sem ég get ómögulega verið án þegar
verið er verið er að leggja lokahönd á að skreyta heimilið." HD
Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektorTækni-
háskóla íslands.
103