Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 105
Drangar við Desjará.
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEiRSSON
HÁLENDISHANDBÓKIN
OKULEIÐIR, GONGULEIÐIR OG ÁFANGASTAÐIR Á HÁLENDI i
I ÍSLANDS
TUurð Hálendishandbókinnar er sú að Þórarinn Friðjónsson,
sem átti og rak bókaútgáfuna Skerplu, keypti sér jeppa og rak
sig á að í raun var ekki til nein leiðsögubók um hálendi Islands.
„Hann kom að máli við mig og í fyrstu ætluðum við að vinna
bókina í sameiningu en svo varð að ráði að ég ynni verkið einn
með dyggri aðstoð Rósu Sigrúnar Jónsdóttur eiginkonu minnar
og ferðafélaga sem fer alltaf með mér í allar ferðir. Það sumar
vorum við á samfelldu ferðalagi á íjöllum vikum saman við rann-
sóknir og myndatökur en þar kom svo auðvitað til góða ferðar-
eynsla margra ára sem telja mátti í tugum.Við gáfum bókina svo
út vorið 2001 og satt að segja komu gríðarlega góðar viðtökur
svolitið flatt upp á okkur því þótt við hefðum talið þörf fyrir hana
þá seldist hún meira en við höfðum þorað að vona,“ segir Páll.
Eyðileiki og leyndardómar í fjallaferðum sínum síðustu árin
kveðst Páll Ásgeir hafa séð verulega aukningu á ferðalögum.
„Eg veit að urnferð á stöðum sem fáum voru kunnir áður en hún
kom út hefur margfaldast og verð að viðurkenna að mér finnst
ég eiga einhvem þátt í því með bókinni góðu.“
Aðspurður um eftirlætisstaði á hálendinu segir Páll Asgeir
það vitaskuld hljóma undanbrögðum líkast að segja það vera
landið ailt. Slíkt sé þó nærri lagi.
„Það að vera úti í íslenskri náttúm með kveikt á öllum
skilningarvitum er alltaf dásamleg reynsla," segir Páll Asgeir
Asgeirsson. „Eg hef komið í Öskju oftar en ég man og það er
afskaplega magnaður staður og mér er minnisstæð nótt sem
ég átti í logni á bökkum Öskjuvatns þegar eyðileiki og leyndar-
dómar staðarins líkt og lifnuðu við. Eg hef ferðast mjög mikið
um Fjallabak og nágrenni Landmannalauga bæði í sumar-
ferðum með bakpokann og á gönguskíðum á vetmm og þar
em staðir sem heilla mig alltaf jathmikið. Kýlingar, Veiðivötn,
Torfajökull, Alftavatn og Strútslaug. En það þarf ekki alltaf að
fara langt og við bæjardyr Reykvíkinga er að finna margar perlur
sem stutt þarf að fara til að njóta.“ IE
mannsins