Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 112

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 112
Langt er síðan Róbert Michelsen fór að hjálpa til á úrsmíðastofu föður síns hjá Franch Michelsen úrsmíðameistara, að Laugavegi 15. FV-mynd: Geir Ólafsson Róbert Michelsen hjá Franch Michelsen Textí: ísak Öm Sigurðsson Fólk umhverfis mig var alltaf með það á hreinu að ég myndi fara í úrsmíði, þó að ég hafi ekki verið á þeirri skoðun sjálfur þegar ég var yngri. Kannski var það vegna þess að ég hef alltaf verið með fínhreyfingar í höndunum, ágætur teiknari og skrifári og góður við að meðhöndla smágerða hluti,“ segir Róbert Michelsen sem stefnir á að læra úrsmíði eins og faðir hans, afi og langafi. „Þegar ég var lítill hafði ég hug á því að gerast mynd- höggvari og á tímabili stefndi ég að því að verða atvinnu- maður í ftjálsum íþróttum, því ég var og er virkur í þeim. Greinamar mínar þar eru að mestu spretthlaup, 100, 200 og 400 m hlaup. Þær hug- myndir mínar hafa þó dottið upp fyrir og úrsmíðin orðið ofan á. Það er nokkuð ljóst að ég mun leggja úrsmíði fyrir mig og verða ijórða kynslóð Michelsen úrsmiða." Langt er síðan Róbert fór að hjálpa til á úrsmíðastofu föður síns að Laugavegi 15 (Franch Michelsen úrsmíða- meistari). „Strax árið 1997, á 13. ári, fór ég að hanga héma á sumrin, lærði að skipta um rafhlöður og pinna. Seinna gler, visa, trekkjara og gekk í þessi einfaldari störf. Síðan fór ég á samning hjá föður mínum, Frank U. Michelsen, þann 1. janúar 2000 og kláraði hann 1. janúar sl. Næsta skref hjá mér er að fara í úrsmíða- nám erlendis, því fagið er ekki kennt hérna heima. Faðir minn vill helst ekki kenna mér of mikið, kennir mér meira gmnnvinnu, en vill að úrsmíðaskólinn fari ítarlegar í þá hlið málanna." „Eg er búinn að sækja um hjá heimsþekktum sviss- neskum skóla, WOSTEP, þeim sama og pabbi lærði hjá. WOSTEP tekur aðeins við fjórum nemendum á tveggja ára fresti og ég hef næst von um að komast að í ágústmánuði árið 2007. Ég tel góðar líkur á að komast að á þeim tíma, er þegar búinn að ræða við skólayfirvöld sem tóku vel í umsókn mína. Ég tel að framtíðin sé björt fyrir góða úrsmiði, það er fyrir- sjáanlegur skortur í heiminum á úrsmiðum sem sérhæfa sig í vönduðum úrum þar sem heila kynslóð vantar eftír bylt- ingu rafrænu úranna.“ Langafi Róberts, J. Franch Michelsen úrsmiður, stofn- aði fyrirtæki sitt árið 1909 á Sauðárkróki og er það því elsta úrsmíðafyrirtæki landsins. „Afi minn, Frank Michelsen, stofnaði versl- unina héma í Reykjavík að Vesturgötu 1943, síðan fluttí hún að Laugavegi 39 en kom á núverandi stað að Lauga- vegi 15 árið 1993. Þegar raf- ræn úr og klukkur komu á markað, unnu þær nokkuð markað af hefðbundnum en við vomm fljótir að tileinka okkur nýja tækni. Hins vegar hafa mekanísk úr unnið mark- aðshlutdeild aftur, enda em flest vönduð úr mekanísk og em betri en þau stafrænu ef eitthvað er. Franch Michelsen leggur mikla áherslu á meka- nísk úr og er það aðalsmerki búðarinnar að bjóða upp á mikið úrval af þeim.“ Róbert lauk stúdentsprófi í Kvennaskólanum í vor og er þessa dagana að sinna tveimur störfum, annars vegar hjá Franch Michelsen og hins vegar sem líkams- ræktarþjálfari í likamsræktar- stöðinni í Nordica við Suður- landsbraut. Unnusta Róberts er Anna Jónsdóttir, sem er klárar stúdentinn í MK nú um áramótin. „Fyrir utan áhugann á íþróttum og ræktun líkam- ans, hef ég eytt miklum tíma í hundinn minn og þjálfun hans. Kvikmyndir hafa einnig alltaf átt stóran sess í hjarta mínu og hef gaman af að velta mér upp úr þeim og skrifa um þær. Hins vegar hef ég ekki mikinn frítíma núna til að sinna áhugamálum mínum úr því að ég sinni tveimur störfum," segir Róbertffl 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.