Morgunn - 01.12.1965, Page 4
Steindór Steindórsson frá HlöSum:
Trú og þekking
Erindi flutt í Möðruvallakirkju i Hörgárdal
ó kirkjukvöldi 14. marz 1965.
☆
Þegar ég stend hér í þessu húsi, er það margt, sem í hug-
ann hvarflar. Hverju sinni, er ég kem hér inn fyrir dyrastaf,
vaknar tilfinning þess, að ég sé kominn heim. Allt er hér
gamalkunnugt, bekkirnir, gluggarnir, prédikunarstóllinn,
altarið og búnaður þess, og jafnvel kvistirnir í þiljunum eru
gamlir kunningjar, en ekkert þó ef til vill eins og stjörnurn-
ar í lofthvelfingunni. Hversu oft hef ég ekki starað á þær
með barnsaugum, og um leið gleymt stund og stað og látið
hugann fljúga í draumi út yfir óravegu um einhverja undra-
heima fjarri hversdagsleikanum. Þær virtust opna hugan-
um leið út til hins óendanlega, ósýnilega heims. I þann tíð
hafði ég ekkert hús séð stærra né virðulegra. Síðan hef ég
að vísu komið í nokkrar af stærstu og virðulegustu kirkjum
álfu vorrar, en ég efast um, að nokkur þeirra hafi orkað
sterkar á hugann en þessi gamla sveitakirkja, sem vér nú
stöndum í. 1 látleysi sínu ber hún ótvíræð merki þess, að
henni er ætlað að iyfta huganum í hæðir og vera einn þáttur
þeirrar guðsþjónustu, sem þar fer fram.
Ég veit að mörg yðar, sem hér eruð nú, þekkið þessa sömu
tilfinningu. Þér hafið mætt sömu áhrifum í bernsku, er þér
komuð í fyrsta sinni til kirkju hingað að Möðruvöllum, og
ekki efast ég um, að flestum yðar þykir sem þér séuð að
koma heim, þegar þér leggið leiðir yðar heim á staðinn og
í kirkjuna.