Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 16

Morgunn - 01.12.1965, Side 16
94 MORGUNN líkami og andi eða ólíkamleg sál. Sálin stjórnaði líkaman- um, sem var í senn efnishjúpur hennar og starfstæki. Um sálina var yfirleitt ekki rætt, nema á sunnudögum eða þá við jarðarfarir. Hversdagslega var talað um hugann (mind), sem venjulega þýddi nokkurn veginn það sama og sál. Að minnsta kosti létum við okkur það litlu máli skipta. Bæði innan kirkjunnar og í hinu daglega lífi mættu okkur sömu eða svipaðar hugmyndir um manninn. Hin almenna skoðun var sú, að það væri hugurinn, sem stjórnaði ein- staklingnum og breytni hans. Menning okkar og menningar- stofnanir — allt var þetta verk mannshugans og fyrir hann gert. Skólar og menntastofnanir ekki síður en lífsvenjurnar, siðir og hættir, siðfræði og gildismat, skemmtanir og ann- að, sem eftirsóknarvert er talið, hefur verið grundvallað á þeirri kenningu, sem okkur var kennd þegar í æsku, að mað- urinn sé bæði líkami og sál, og að hugurinn sé hið sanna að- setur persónuleikans. Þessi utanaðlærða erfðatrú endist flestum langt fram á fullorðinsár. Og menn reyna að halda í hana dauðahaldi, að minnsta kosti þeir, sem ekki afla sér æðri skólafræðslu eða ekki eru sérstaklega fyrir það gefnir að reyna að brjóta vandamál lífsins til mergjar. Og margt af því unga fólki, sem stundar langskólanám, lætur ekki hrekja sig frá hinum gömlu og grónu hugmyndum, hvorki i skólunum, né heldur síðar á ævinni. Sannleikurinn er þó sá, að straumurinn fellur í áttina frá hinni ,,andlegu“ skoðun á tvöföldu eðli mannsins. Þegar hinn ungi stúdent tekur að kynnast vísindunum um mann- inn, uppruna hans og þróun, — þegar hann kynnist hinu nána sambandi á milli heilans og breytni manna og hvernig kirtlastarfsemi orkar á persónuleikann, þó fer margur að verða blendinn í trúnni. Hann kemst að raun um það, að hugarstarf barnsins vex samfara þvi sem heilinn þróast, að sérstakir þættir hugarstarfsins eru rígbundnir við ákveðna hluta eða svið heilans, og að ef þessi svið skaddast, þá hverf- ur sú hugarstarfsemi, sem við þau er tengd, eða fer út um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.