Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 19

Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 19
MORGUNN 97 Það má undrunarvert kallast, að nokkur vísindagrein skuli geta aðhyllzt þá skoðun á sál eða anda mannsins, sem ekki aðeins skortir gjörsamlega sannanir fyrir, heldur hefur ekki svo mikið sem sennilega tilgátu við að styðjast. Slík afstaða hefur öll einkenni hreinnar trúgirni og er ekkert annað en trúarbrögð. Eigi að síður hefur þessi „trú“ orðið svo að segja jafn algeng meðal vísindamanna og í kennslustofunum eins og trúin á tilveru mannssálarinnar hefur verið það í guðfræðiskólunum. En ekkert verður endanlega til lykta leitt á neinu sviði með órökstuddri og ósannaðri trú einni saman. Á dögum þeirra Copernicusar og Galileos urðu hugsandi menn að velja um það tvennt, hvort jörðin væri miðdepill alheimsins eða sólin. Úr þeirri fornu deilu skar ekkert vald- boð, heldur vísindaleg rannsókn. Og nú í dag verða hugsandi menn að gera það upp við sig, hvort miðdepill hins persónu- lega heims einstaklingsins, er sál mannsins sjálfs, sá ein- staklingslegi hugur eða andi, sem hugsar og skynjar, eða þá heilinn af efni gjör. Úr þessari spurningu, hvort það sé sálin eða heilinn, sem manninum stjórnar, getur rannsóknin ein skorið. Þar verður ekki neins konar valdboði við komið. Trúin ein, hverrar tegundar sem er, nægir ekki lengur til þess að vísa mannkyninu veginn. Og svarið við þessari spurningu þolir ekki langa bið. Það er miklu meira aðkailandi en fullvissan um hitt, hvort jörð eða sól sé miðdepill heimsins. Undir svarinu við þessari spurningu er velferð, hamingja og líf mannkynsins komin. Samfélagsvandamál nútímans og það, hversu á þeim er tekið, á fyrst og fremst og augsýnilega rætur að rekja til þess, að við kunnum ekki skil á eðli mannsins, skortir þar bæði visindalega og heimspekilega þekkingu, og vitum því blátt áfram ekki hvað honum er fyrir beztu, né hvernig eigi að leysa vandamál hans. Þekking okkar á manninum er í molum. Þar höfum við ekki við annað að styðjast en ágizk- 7 -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.