Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 28

Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 28
106 MORGUNN inn, þegar drengurinn opnaði forstofuna og kom inn, sem draumnum olli og setti ímyndunaraflið á hreyfingu. Konan í Ijósgcislaiium. Þegar ég var prestur á Dvergasteini við Seyðisfjörð, var það eitt sumar á túnaslætti, að mig dreymdi mjög ljósan og skýran draum. — 'Ég þóttist vera staddur á einhverri skuggalegri brú og í einhverri móðu eða myrkri, svo að ég gat ekki greint umhverfið, fannst þetta helzt vera í ein- hverju djúpu gljúfri. Og jafnframt hef ég það á tilfinning- unni að í gljúfrinu ofan við brúna, sé eitthvað óhugnanlegt, sem mér stendur stuggur af, án þess þó að vita hvað það er. Skyndilega er sem kastljósi sé varpað lóðrétt niður rétt við brúna hinum megin. Og þetta ljós lýsti upp ofurlítinn kringl- óttan flöt af yfirborði vatnsins. Mér virtist hann naumast stærri en alin í þvermál. Þarna beljaði fljótið áfram í þess- um litla fleti og í straumnum lá ung kona á bakinu. Hún var grafkyrr og var fremur eins og hún væri yfir straumkast- inu en að það beinlínis beljaði um hana. Ég sá aðeins höfuð og brjóst þessarar konu. Hún var mjög björt á hörund, ljós- hærð, ung og fremur lagleg, klædd í peysuföt og ljóst slifsið. Lengri varð draumurinn ekki. Um morguninn sagði ég konu minni drauminn og okkur fannst hann báðum einkennilegur. En nú var glaða sólskin og þerrir, hálfþurrt hey í sæti á túninu, og ekki til setunnar boðið. Ég fór þegar út til þess að hjálpa til að breiða töð- una. Litlu seinna er ég kallaður heim í síma. Það er bæjar- fógetinn á Seyðisfirði, Ari Arnalds sýslumaður, og biður mig að koma með sér þá um daginn í bílferð upp á Jökuldal og vera sér þar til aðstoðar við störf nokkur, sem óþarft er að rekja í þessu sambandi. Varð það úr, að ég tókst ferðina á hendur, enda þótt konan væri hálfkvíðandi vegna draums- ins. Mig langaði líka til þess að skoða Jökuldalinn, en þang- að hafði ég þá aldrei komið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.