Morgunn - 01.12.1965, Síða 34
112
MORGUNN
ur, og að við öðlumst á þann veg vitneskju um það, sem í
vændum er, en ekki er fram komið.
I þessu sambandi vil ég benda lesendum á grein, sem ný-
lega birtist í Morgni, þar sem höfundurinn, dr. Luisa E.
Rhine, nefnir nokkur skýr dæmi þess, að vitranir um ókomna
atburði hafi beinlínis orðið til þess, að unnt var að koma í
veg fyrir það á síðustu stundu, að þeir ættu sér raunverulega
stað. Sé hér rétt frá skýrt, sýnir það, að í raun og veru eru
ekki atburðirnir óhagganlega ákveðnir fyrirfram, en þeir
gerast, ef vit og vilji mannsins reynir ekki að afstýra þeim.
Hér er því ekki um óbreytileg forlög að ræða, heldur sam-
band orsaka og afleiðinga, sem leiða til vissrar niðurstöðu
eða framkvæmdar í framtíðinni, nema að við breytum þeirri
rás að eigin vilja og getu.
öll þessi mál eru ennþá svo lítt rannsökuð, að of snemmt
er að fullyrða þar nema fátt eitt. Hins vegar er þess að
vænta, að á næstu áratugum muni rannsóknir draumanna
leiða margt merkilegt og gagnlegt í ljós, og sýna það, að
svefninn er meira en hvíld líkamans og að þessi þriðjungur
ævinnar, sem við eyðum í svefn, sé stórum þýðingarmeiri
fyrir sál okkar og andlegan þroska, en okkur hefur hingað
til grunað.