Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 35
Arthur W. Oshorn:
Sannanir fyrir framhaldslífi
☆
Er unnt að sanna, að til sé líf eftir likamsdauðann? Svarið
veltur á því, hvað við felum í orðinu sönnun. 1 lögum eru til
reglur um það, hvað telja beri gildar sannanir. Fullnægi
sönnun þeim reglum, ber að taka hana til greina.
Sönnun verður jafnan að grundvallast á því, sem talið er
svo augljóst, að ekki þurfi að sanna það sérstaklega. Þegar
mörgum vitnum, sem öll hafa óbilaða sjón, ber saman um
það að hafa horft á ákveðinn atburð gerast, er því slegið
föstu, að fólk með heilbrigða sjón sé hæft til þess að skýra
rétt frá því, sem fyrir augu þess ber. Og eftir að gengið hefur
verið úr skugga um það, að vitnin séu yfirleitt áreiðanleg
og sannsögul og hafi engra persónulegra hagsmuna að gæta
í sambandi við atburðinn, er samhljóða framburður þeirra
talinn vera fullgild sönnun, er dómara beri að viðurkenna
og taka fullt tillit til.
En nú skulum við hugsa okkur þann möguleika, að rann-
saka ætti fyrir rétti mál um það, hvort einhver tiltekinn,
látinn maður lifði framhaldslifi eftir dauðann. Þá mundi
allt annað verða uppi á teningnum og hinar viðurkenndu
reglur um það, hvað telja beri sannanir, látnar lönd og leið.
Segjum, að vitni beri það fyrir rétti, að hafa séð látinn föð-
ur sinn og að hann hafi sagt vitninu þá hluti, sem engin
skynsamleg ástæða var til að ætla, að nokkur annar gæti
hafa vitað. Segjum ennfremur, að vitnið haldi fast við það,
að hafa þekkt rödd föður síns, vegna þess að einkenni henn-
ar hafi verið öldungis skýr og ótvíræð. Vitnið ber, að þetta
hafi ekki komið fyrir aðeins einu sinni, heldui’ hvað eftir