Morgunn - 01.12.1965, Síða 36
114
MORGUNN
annað og að viðstöddu fólki, sem verið hafði nákunnugt hin-
um látna á meðan hann lifði. Þessi vitni eru einnig yfirheyrð.
Framburði þeirra ber saman, og þau reynast vera trúverð-
ugt fólk með heilbrigða dómgreind.
Mundi nú ekki framburður þessa fólks verða talinn góður
og gildur sem sönnun? Nei, öðru nær. I þess stað er nú fitjað
upp á hinum og öðrum tiigátum, sem athuga þurfi og velja
á milli. Það er engan veginn talið nægilegt, þegar um sönnun
fyrir framhaldslífi er að ræða, að vitni beri það, að þau hafi
bæði séð og heyrt framliðinn vin og rætt við hann þau at-
vik, sem enginn iifandi maður, nema hann og þau, gat vitað
nokkuð um með eðlilegum hætti. 1 þess stað er krafizt, að
vitnin færi sönnur á það, að hér hafi hvorki verið um að
ræða neins konar fjarhrif eða fjarskyggni, né um einhverja
dulda endurminning, sem geymzt hafi í undirvitund einhvers
lifandi manns og borizt til vitnisins með einhverjum dular-
fullum hætti. Og hafi miðiil komið þarna við sögu, þarf að
sanna, að hann hafi ekki verið að blekkja vitnin vísvitandi
eða óafvitandi.
Vissulega eru til þau dæmi, þar sem það er talið með öllu
útilokað, að fengin vitneskja hafi getað verið kunn nokkr-
um lifandi manni, nema þeim framliðna. Svo var í máli því,
sem reis út af erfðaskrá James L. Chaffin. Engum var kunn-
ugt um það, að þessi maður hafði fyrir dauða sinn gert nýja
erfðaskrá, sem fór í bága við þá, sem hann hafði áður samið
og tekin hafði verið giid, eftir iát hans. En þá kemur það
fyrir, að einn sona hans dreymir föður sinn, sem segir hon-
um frá nýju erfðaskránni og vísar honum á, hvar hana sé
að finna. Fannst hún eftir þeirri tilvísun og var dæmd lögleg
í alla staði, en hin eldri feild úr gildi.
Eigi að síður er þó fyrir hendi möguieiki til að vefengja
það, að hér sé um fuligilda sönnun fyrir framhaidsiífi að
ræða, og er þá kallað á fjarhrifatilgátuna til hjálpar. Það er
nefnilega unnt að slá því fram, að vitneskjan um hina nýju
erfðaskrá hafi borizt syninum sem f jarhrif frá gamla mann-
inum áður en hann dó, og án þess að sonurinn hefði hugmynd