Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 37

Morgunn - 01.12.1965, Page 37
M O R G U N N 115 um. Síðan hefði hún legið í salti i undirvitund sonarins í nokkur ár, unz hún kom upp úr kafinu í draumnum. Með því að eigna sálum lifandi manna svo að segja ótak- markaða hæfileika til fjarskynjana og fjarhrifa er að sjálf- sögðu hægðarleikur að útiloka að mestu leyti alla möguleika á því að afla óyggjandi sannana fyrir framhaldslífinu. Með því eru þær aðeins gerðar að mismunandi sterkum líkum. En svipað má þá og einnig segja um margt það, sem kallað er raunvísindi. Þar verða menn líka oft að láta sér nægja sterkar líkur í stað fullnægjandi sannana. Það er mjög sennilegt, að sólin komi upp í fyrramálið, en þó ekki öldungis víst. Það gæti brugðizt. Flest hin svo nefndu vísindalegu lögmál eru ekki annað en það, að nákvæm athugun hefur leitt í ljós, að eitt fylgir öðru sem reglubundin afleiðing eftir því sem bezt verður séð. Strangt tekið er því ekki unnt að fullyrða, að hér sé um gjörsamlega algild lögmál að ræða. Athuganir sýna að vísu, að sama hátternið endurtekst hvað eftir annað, og í því felast sterkar líkur fyrir því, að svo muni haldast framvegis eins og hingað til, en um algilda sönnun er yfirleitt ekki að ræða. 1 vissum skilningi má segja, að þetta séu kerfisbundnar fullyrðingar, sem við tökum góð- ar og gildar vegna þess, að þær eru í fullu samræmi við tíð- arandann og skynsemisviðhorf þessarar kynslóðar. Það er komið upp í vana, að líta á hinar vísindalegu full- yrðingar sem óskeikular og einhverja óhagganlega nauðsyn, enda þótt þar sé engan veginn um alfulikomna þekkingu að ræða. Sannleikurinn er sá, að margt af því, sem vísindin telja sig hafa sannað með tilraunum, hefur ekki varanlegt gildi og þarfnast endurskoðunar hvað eftir annað, þegar þekk- ingin vex og mannsandinn nær að grípa yfir víðtækari svið. Næst liggur fyrir að athuga þá spurningu, hvers vegna f jöidi fólks aðhyliist fremur svo að segja aiiar aðrar skýring- ar á dulrænum fyrirbærum en þá, sem beinast liggur við, sem er framhald lífsins eftir líkamsdauðann. Það er yfirleitt vegna þess, að menn hafa óafvitandi tileinkað sér fullyrð- ingar um handahófsleg takmörk á milli þess, sem telja beri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.