Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 38

Morgunn - 01.12.1965, Side 38
116 MORGUNN mögulegt og hins, sem ekki geti átt sér stað. Menn hafa gleypt við þvi, að skynfærin gefi okkur hina einu sönnu og réttu mynd af veruleikanum, og að hin ytri atburðarás sé háð óbreytilegum lögmálum. Allt annað sé hugarburður einn og fjarstæða. Þegar rætt er við slíka menn um möguleikann á lífi eftir líkamsdauðann, hneykslast þeir beinlínis á slíkri fjarstæðu vegna þess, að hún brýtur í bága við þær hug- myndir, sem þeir eru ósjálfrátt búnir að drekka í sig um það, hvað átt geti sér stað og hvað ekki. Afstaða slíkra manna til framhaldslífsins mótast því ekki af rökum fyrir því, hvort það sé sennilegt í sjálfu sér, heldur af hinu, að þeir hafa nú einu sinni tekið þá trú, að ekkert geti átt sér stað eða verið raunveruleiki, nema það, sem bein- línis verði þreifað á. Slíkir menn minna á hellisbúana hjá Piato, sem villtust á skuggunum og veruleikanum. Sennileiki eða ósennileiki framhaldslífsins er látinn velta á okkar heimspekilegu fullyrðingum og trúarlegu kenning- um. Rök og vitnisburðir nægja ekki til að sannfæra slika menn. Þegar litið er til baka yfir svið sögunnar, er naumast unnt að verjast því að brosa að hrokalegum fullyrðingum þeirra, sem tekið hafa sér vald til þess að ákveða, hvað geti átt sér stað og hvað ekki í þessari veröld. En, sem betur fer, hafa einnig verið uppi og eru enn þeir menn, sem lagzt hafa dýpra í skilningi hlutanna og ekki látið fjötra hugsun sína á ldafa ríkjandi kenninga. Segja má með nokkrum sanni, að rannsóknir síðari ára á dulsviðum sálarlífsins hafi gjört erfiðara að afla beinna sannana fyrir framhaldslífinu. Áður var svo talið, að miðils- fyrirbærin, skyggnigáfurnar og annað þess háttar væri það, sem Ijósast sýndi það, að menn lifðu eftir líkamsdauðann. En nú vitum við aftur á móti miklu meira um hæfileika mannssálarinnar til þess að öðiast margs konar vitneskju, án þess að skynja hana á venjulegan hátt með skynfærun- um. Þessa hæfileika verður því nú að taka með í reikning- inn og rannsaka þá til þess ítrasta áður en unnt er að slá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.