Morgunn - 01.12.1965, Page 39
MORGUNN
117
nokkru föstu um það, að framhaldslífið sé annað og meira
en sennileg tilgáta.
Hins vegar gera menn sér ekki nægilega ljósa grein fyrir
því, að þessir dulhæfileikar, svo sem fjarhrif, fjarskyggni,
forvizka o. fl. bera sjálfir svo augljóst vitni um það, að
mannssálin geti starfað óháð líkamanum, að þar er um
óbeina en æði sterka sönnun fyrir framhaldslífi að ræða.
Ef það er rétt, að mannssálin geti, á meðan hún er enn í
líkamanum hér á jörð, farið langt út yfir öll takmörk rúms
og tíma, hvers vegna ætti þá dauði líkamans að svipta hana
þeim hæfileikum á nokkurn hátt? Þvi ekki getur það verið
efnislíkaminn sjálfur, sem býr yfir slikum hæfileikum, sem
bersýnilega ná iangt út fyrir þau takmörk, sem skynfæri
hans svara til.
Að því er þessi fyrirbæri snertir, virðist hið venjulega
starf heilans og taugakerfisins ekki vera fyrir hendi, heldur
er heilinn þá aðeins hlutlaus farvegur beinna samskipta
einnar sálar við aðra.
Því betur sem vísindamönnunum tekst að sýna fram á hina
svo nefndu psi-hæfileika eða dularöfl vitundarinnar, því aug-
ljósari verður geta sálarinnar til þess að starfa sjálfstætt og
óháð líkamanum, og því nær færumst við lausninni á gátu
framhaldslífsins. Þeir, sem einkum fást við þessar rann-
sóknir eru beinlínis neyddir til þess að koma fram með senni-
legar tilgátur í þessum efnum, er síðan verði sannprófaðar.
Þess vegna er það eitt af þeim markmiðum, sem slikum
rannsóknum ber að keppa eftir, að ganga úr skugga um það,
hvort það er eitthvað í persónuleika mannsins, og þá hvað
það er, sem ætla má að lifi eftir líkamsdauðann.
Þetta er blátt áfram hin venjulega og viðurkennda aðferð
í vísindarannsóknum og sennilega sú eina, sem vænlegust er
til góðs árangurs og mundi leiða til þess að beina rannsókn-
unum á heppilegastar brautir og að þeim tilgátum, sem væn-
legast væri að styðjast við í starfinu. Liggur það og í augum
uppi, að ef með slikum rannsóknum tekst að finna og að-
greina frá öðrum þá þætti persónuleikans, sem starfað geta