Morgunn - 01.12.1965, Síða 42
Samband trúar og vísinda
eftir dr. Raynor C. Johnson.
☆
Áður en reynt er að gera sér grein fyrir afstöðu trúar og
vísinda hvors til annars, er nauðsynlegt að skýrgreina þessi
tvö hugtök.
Ilvuð cr Irú?
Að minni hyggju má líkja trúnni við kjarna í þreföldum
umbúðum. Kjarni hennar er sálræn reynsla eða opinberun.
Sá, sem orðið hefur fyrir slíkri reynslu, hefur öðlazt óyggj-
andi vissu um tiivist andlegrar veraldar og ef til vill einnig
beina þekkingu á því, hvernig henni er háttað, en þó aðeins
að nokkru leyti. Flestir verulega trúhneigðir menn leita
þessarar fullvissu, en sé hún þeim ekki gefin, verða þeir að
láta sér nægja vitnisburði þeirra fáu, sem þessa dýrlegu
reynslu hafa öðlazt og frá henni skýrt.
Innstu umbúðir þessa kjarna eru búnar til af mannlegri
skynsemi og rökrænni hugsun. Menn taka að velta fyrir sér
reynslu hinna fáu útvöldu og reyna að gera sér grein fyrir
því, hvað í henni felst. Á öllum öldum hafa vitrir menn reynt
að sameina trúarreynsluna rökréttri hugsun og skapa kenn-
ingakerfi handa mönnum til að læra eða styðjast við. Þannig
hafa orðið til alls konar sértrúarflokkar og söfnuðir. Og til
þessa eiga rót að rekja hinar stöðugu deilur guðfræðing-
anna, sem aldrei þagna.
I öðru lagi er trúarkjarninn vafinn hjúpi heitra og sterkra
tilfinninga. Er það í rauninni ofur eðlilegt, að svo mikilvægt
mál sem trúin er, verði mönnum heitt tilfinningamál.
Þriðju og yztu umbúðirnar eru siðir og venjur. Trúin
tekur á sig mismunandi ytri form í þjóðfélögunum. Trúfélög