Morgunn - 01.12.1965, Qupperneq 44
122
MORGUNN
starfs hefur yfirleitt verið þekkingarþorstinn fyrst og fremst
og meðfædd forvitni á að kynnast veröldinni. Nú á tímum
eru það verzlunar- og hernaðarsjónarmið, sem knýja á með
vaxandi þunga. Eigi að síður eru þó vísindin og véltæknin
sitt hvað. Yfirleitt má segja, að vísindin séu iðkuð til þess
að fuilnægja þekkingarlönguninni og bæta stöðugt við nýrri
þekkingu. En tækniþróunin notar sér vísindaþekkinguna í
þágu manna á ýmsa og ólíka lund, eins og kunnugt er.
Ef þessi skilgreining á trú og vísindum er rétt í megin-
atriðum, er erfitt að sjá, að á milli þeirra þurfi að koma til
árekstra í verulegum atriðum. Vísindin fást við hinn ytri
heim efnis og orku. Trúin snýr sér að hinum innra heimi og
sambandi við hann og hin andlegu lögmál tilverunnar. En
að sjálfsögðu hlýtur hún einnig að hafa áhrif á hugsunar-
hátt, tiifinningar og breytni mannanna. Skal nú athugað í
hverju gagnrýni vísindanna á trúna einkum er fólgin og
hvað guðfræðingarnir sérstaklega finna að vísindamönnun-
um. Munum við þá komast að raun um, að þessi misklíð
stafar að mestu af skilningsleysi á hinu rétta eðli þessara
tveggja mikilvægu þátta í lífi mannkynsins.
Gagnrýni vísindanna á trúna.
Vísindin líta nokkrum tortryggnisaugum á „opinberaðan
sannleika“ af þeirri einföldu ástæðu, að slíkan sannleika er
yfirleitt ekki unnt að prófa og rannsaka með þeim aðferð-
um, sem vísindin nota. Opinberuðum sannleika verður að
veita viðtöku í trú. Og hinir trúuðu telja það engu máli
skipta, hvort unnt er að samrýma þann sannleika heilbrigðri
skynsemi eða ekki. Hinn opinberaði sannleikur er grund-
vallarsannindi (axiomata). Af þeim er síðan skynsamlegri
hugsun heimilt að draga rökréttar ályktanir, sem þá eru
jafngildar og opinberunin sjálf, eða jafnmikið út í bláinn.
Slík kenningakerfi eða játningar verða síðan óhrekjanlegur
hluti hinna skipulögðu trúarbragða, þrátt fyrir það, þó þau
kunni að ríða í bága við niðurstöður vísindalegra rannsókna