Morgunn - 01.12.1965, Page 55
MORGUNN
133
Ályktunarorð.
Ég sé enga ástæðu til þess, að til árekstra þurfi að koma
milli vísinda og trúar, ef hvort um sig starfar eðli sínu sam-
kvæmt. í meginatriðum á trúin að f jalla um það dularfulla
innsæi, sem einstaklingurinn öðlast á þeim hæstu sviðum,
sem hugur hans nær til. Á þá lund eignast hann vitneskju
um sitt sanna eðli: Samband sitt við Guð. Vísindunum ber
aftur á móti að reyna að skilja hina náttúrlegu veröld, eins
og hún birtist manninum á sviði skynjana hans og hugar.
Hér er því um tvö svið að ræða í starfi mannsandans. Þau
svið eru ekki andstæður, heldur bæta þau hvort annað upp.
Grein þessi er lauslega þýdd úr bókinni A Religious Out-
look for Modern Man eftir dr. Raynor C. Johnson rektor há-
skólans í Melbourne. Þess skal getið, að kaflinn er örlítið
styttur, en án þess þó að efni hans raskist. Er það að sumu
leyti gjört vegna þess, að hann er hér ekki í tengslum við
bókina sjálfa, sem hluti hennar, heldur sérstök ritgerð.
Sveinn Víkingur.