Morgunn - 01.12.1965, Side 71
MORGUNN
149
leit á staðnum, og fannst þá líkið bak við stóran stein ná-
kvæmlega þar, sem hún hafði lýst.
öðru sinni var það, að maður nokkur varð úti á Jölstei'-
heiðum. Var hans leitað árangurslaust. Þegar Inga fékk í
hendur landabréf af Jöisterhéraðinu, merkti hún á landa-
bréfið staðinn, þar sem maðurinn væri. Fannst hann þegar
eftir þeirri tilvísun.
Það kom fyrir í Tolgahéraði á Heiðmörk, að Þjóðverji
nokkur hvarf og var talinn hafa drukknað þar í á einni.
Lénsmaðurinn símaði til Ingu og bað hana að vísa á líkið.
Hún var ókunnug á þessum slóðum, og bað því Kvikne rit-
stjóra að ljá sér kort af héraðinu. Eftir að hafa fengið það í
hendur, merkti hún við þann stað, þai' sem líkið væri að
finna. Var síðan gengið svo að segja beint að líkinu.
Margar fleiri svipaðar sögur eru sagðai' af skyggnigáfu
hennar. Ekki er þess getið, að hún sé í annarlegu ástandi,
er þetta ber fyrir hana, né heldur, að hún fái vitranir i
draumi. Ekki er heldur af frásögnunum fyllilega ljóst, hvern-
ig sýnum hennar er varið. Sumar þeirra virðast vei’a hug-
boð og hún svarar því, sem henni kemur fyrst í hug. En
stundum lýsir hún þessu svo, að hún ,,sjái“ atburði og staði
sem greinilegar myndir, en þó ekki eins og álengdar, heldur
„hið inni’a i sjálfri sér“, eins og hún kemst að orði.
Aðspurð um það, hvort hún sjái fyrir ókomna atburði,
svarar hún þvi, að hún hafi aldi’ei í’eynt það.
S. V.