Morgunn - 01.12.1982, Blaðsíða 20
122
MORGUNN
Hafið þið séð Superman? Munið þið þegar Marlon Brando
birtist og alheimurinn springur á bak við vinstra eyrað
á honum? Það er ein af mastfrumunum mínum sem er að
leysa frá sér ATP. [Mastfrumur eru aðallega í bandvef
og við það að losa frá sér ATP, sem er orkuríkt efnasam-
band, splundrast hún og eru það endalok frumunnar]. Mér
er spurn, á hvaða hátt annan gætuð þið sýnt heimsendi?
Skiptir ei'nstaklingurinn máli í vísindum?
TW: Eitt af því sem mig langar til að heyra álit ykkar
á, er sú útbreidda skoðun að í vísindum skipti hver ein-
staklingur litlu máli. Framfarirnar eigi sér stað meira og
minna óháð því hverjir fást við rannsóknirnar. Ef einn
gerir ekki ákveðna uppgötvun, gerir hana einhver annar.
Þarna virðist skilja milli vísinda og lista. Ég hef ekki
heyrt því haldið fram, að ef Picasso hefði ekki verið til,
hefði annar komið í staðinn. Þarna er litið á einstaklinginn
sem einstakling, meðan öðru máli virðist gegna um vís-
indamenn, einhverra hluta vegna.
GB: Ég held að það sé vegna þess að þekkingaröflunin
hefur ákveðna stefnu og byggir að miklu leyti á því sem
búið er að gera. Hins vegar er þróun listar heldur ekki til-
viljunum háð. Listamenn byggja til dæmis á framförum í
tækni og nálgast viðfangsefni sín með hliðsjón af því sem
áður hefur verið gert.
Ef Boyle hefði verið jafningi Newtons
vE: Ég held, að þarna sé mönnum hætt við að einfalda
um of. Það er auðvitað rétt, að ef einhver uppgötvun hefði
ekki verið gerð á ákveðnum tíma, má gera ráð fyrir að
hún hefði engu að siður litið dagsins Ijós innan skamms,
en þetta er ekki einhlítt.
AH: Satt er það. Lítum til dæmis á Cavendish, sem var